Hjólið kalla þeir “eU01s” þar sem e stendur fyrir elecrtric, 01 fyrir “hæsta sig” og U fyrir “urban”. Ekki beint þjált nafn né auðskiljanlegt, en örugglega athyglivert hjól samt. Athygliverð nýjung í hjólinu er rafræn sjálfskipting þess.
Eiginlega er þetta hjól millistig milli “scooter”-hjóla og reiðhjóla, því sá sem á því er þarf ekki að hjóla þar sem rahlöður þess eru svo stórar, eða 400 Wh eða 500 Wh lithium rafhlöður. Sú stærri dugar til ferða allt að 95 kílómetrum og sú minni allt að 75 km. Rafmótorar hjólanna eru frá Bosch.
Svo hraðskreytt hjól sem þetta þarf góðar bremsur og eru 180 mm diskar í bremsubúnaði þess, sem og vökvdrifin hemlun. Á meginlandi Evrópu þarf skráningu fyrir þetta hjól, hjólið þarf að tryggja og hjálmanotkun er lögbundin. Ekki kemur fram hvað þetta hjól mun kosta.
