Jafnt vægi atkvæða til Alþingiskosninga Lúðvíg Lárusson skrifar 15. september 2016 10:51 Við félagar í nýja frjálslynda stjórnmálaaflinu Viðreisn viljum færa ferskan blæ inn í ákvarðanaferli á Alþingi, þar sem viss stöðnun ríkir. Afdráttarlausar tilraunir hafa verið gerðar til að viðhalda gamaldags hagsmunagæslu í anda þess að breyta ekki neinu sem hróflar við kerfinu. Hvers vegna ættu ráðamenn að breyta kosningakerfi sem búið er að lappa upp á aftur og aftur til að tryggja sama valdajafnvægi? Að jafna vægi atkvæða ætti í fljótu bragði að endurspegla beinna lýðræði, því þingmenn eru fyrir kjósendur, en ekki öfugt. Þá komum við að spurningunni um búsetuna. Vinna þarf að því að þéttbýli og dreifbýli séu í sama liði, því hagsmunirnir fara nefnilega saman þegar atvinnumöguleikar eru svipaðir, sbr. ferðamannaiðnaður. Stjórnlagaráð fékk á sínum tíma Birgi Guðmundsson dósent og Grétar Þór Eyþórsson prófessor, báða við Háskólann á Akureyri, til að gera fræðilega úttekt á áhrifum þess að jafna vægi atkvæða og er hún vel þess virði að lesa. Ein af röksemdunum fyrir hinu pólitíska réttlæti að vægi atkvæða sé jafnt er tekin frá Noregi, en árið 1917 völdu Norðmenn að auka vægi hinna dreifðari byggða, þar sem kjósendur höfðu minni tök á því að hafa áhrif á norska þingið sem situr í Osló. Þetta er varla forsenda í dag með breyttri tækni, útbreiðslu samfélagsmiðla, áhrifum hagsmunasamtaka og almennu aðgengi að upplýsingum án tillits til búsetu. Svona breytist samfélagsgerðin í tímanna rás, en enn er verið að reyna að finna réttu formúluna með kjördæmamöndli til að finna ‚‚réttara'' fyrirkomulag í samfélagi, sem tekur stöðugum breytingum hvað varðar búsetu og atvinnuhætti. Væri landið eitt kjördæmi þyrftu þingmenn að horfast í augu við að verða fulltrúar alls landsins óháð kjördæmum og gætu því hafið sig yfir flokkadrætti og kjördæmapot og hugsað um hag heildarinnar. Líklegast yrði þetta æskileg þróun, sem leiddi til að ábyrgðartilfinning gagnvart kjósendum ykist. Full ástæða er til að skapa aukið réttlæti og jafnvægi fyrir alla, þar sem almannaheill er í fyrirrúmi. Það er stefna Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við félagar í nýja frjálslynda stjórnmálaaflinu Viðreisn viljum færa ferskan blæ inn í ákvarðanaferli á Alþingi, þar sem viss stöðnun ríkir. Afdráttarlausar tilraunir hafa verið gerðar til að viðhalda gamaldags hagsmunagæslu í anda þess að breyta ekki neinu sem hróflar við kerfinu. Hvers vegna ættu ráðamenn að breyta kosningakerfi sem búið er að lappa upp á aftur og aftur til að tryggja sama valdajafnvægi? Að jafna vægi atkvæða ætti í fljótu bragði að endurspegla beinna lýðræði, því þingmenn eru fyrir kjósendur, en ekki öfugt. Þá komum við að spurningunni um búsetuna. Vinna þarf að því að þéttbýli og dreifbýli séu í sama liði, því hagsmunirnir fara nefnilega saman þegar atvinnumöguleikar eru svipaðir, sbr. ferðamannaiðnaður. Stjórnlagaráð fékk á sínum tíma Birgi Guðmundsson dósent og Grétar Þór Eyþórsson prófessor, báða við Háskólann á Akureyri, til að gera fræðilega úttekt á áhrifum þess að jafna vægi atkvæða og er hún vel þess virði að lesa. Ein af röksemdunum fyrir hinu pólitíska réttlæti að vægi atkvæða sé jafnt er tekin frá Noregi, en árið 1917 völdu Norðmenn að auka vægi hinna dreifðari byggða, þar sem kjósendur höfðu minni tök á því að hafa áhrif á norska þingið sem situr í Osló. Þetta er varla forsenda í dag með breyttri tækni, útbreiðslu samfélagsmiðla, áhrifum hagsmunasamtaka og almennu aðgengi að upplýsingum án tillits til búsetu. Svona breytist samfélagsgerðin í tímanna rás, en enn er verið að reyna að finna réttu formúluna með kjördæmamöndli til að finna ‚‚réttara'' fyrirkomulag í samfélagi, sem tekur stöðugum breytingum hvað varðar búsetu og atvinnuhætti. Væri landið eitt kjördæmi þyrftu þingmenn að horfast í augu við að verða fulltrúar alls landsins óháð kjördæmum og gætu því hafið sig yfir flokkadrætti og kjördæmapot og hugsað um hag heildarinnar. Líklegast yrði þetta æskileg þróun, sem leiddi til að ábyrgðartilfinning gagnvart kjósendum ykist. Full ástæða er til að skapa aukið réttlæti og jafnvægi fyrir alla, þar sem almannaheill er í fyrirrúmi. Það er stefna Viðreisnar.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar