Ford Expedition úr áli Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2016 09:36 Ford Expedition. Ford smíðar nú þegar sinn besta sölubíl úr áli, þ.e. Ford F-150 pallbílinn. Ford ætlar þó áli að spila stærri þátt í framleiðslu sinni og mun bæta við stóra Expedition jeppanum í álfjölskylduna á næsta ári. Það kemur kannski ekki svo á óvart að Expedition verði fyrir valinu þar sem margt í þeim bíl er sameiginlegt með Ford F-150 pallbílnum. Stórir jeppar eins og Expedition eru ekki mjög sparsamir bílar, hvað þá með V8 vélar, en henni verður fórnað á næsta ári og bíllinn fær öfluga V6 EcoBoost vél með forþjöppu. Það mun enn frekar stuðla að minnkandi eyðslu en miklu munar að létta bílinn gríðarlega með áli í stað stáls. Með því að smíða Expedition úr áli vonast Ford til að auka mjög sölu bílsins, en stórir jeppar eru mjög vinsælir núna í Bandaríkjunum á tímum lágs eldsneytisverðs. Reyndar seljast stórir jeppar General Motors betur en frá Ford og Tahoe og Suburban bílar GM hafa slegið Expedition bíl Ford við í þeim efnum. Sala Tahoe og Suburban hefur t.d. aukist um ríflega 100.000 bíla fram til loka ágúst í ár samanborið við í fyrra. Ford ætlar að auka við framboð sitt í jeppum vegna mikillar eftirspurnar eftir þeim um heim allan og heyrst hefur að fyrirtækið muni kynna fjórar nýjar gerðir jeppa á næstunni. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Ford smíðar nú þegar sinn besta sölubíl úr áli, þ.e. Ford F-150 pallbílinn. Ford ætlar þó áli að spila stærri þátt í framleiðslu sinni og mun bæta við stóra Expedition jeppanum í álfjölskylduna á næsta ári. Það kemur kannski ekki svo á óvart að Expedition verði fyrir valinu þar sem margt í þeim bíl er sameiginlegt með Ford F-150 pallbílnum. Stórir jeppar eins og Expedition eru ekki mjög sparsamir bílar, hvað þá með V8 vélar, en henni verður fórnað á næsta ári og bíllinn fær öfluga V6 EcoBoost vél með forþjöppu. Það mun enn frekar stuðla að minnkandi eyðslu en miklu munar að létta bílinn gríðarlega með áli í stað stáls. Með því að smíða Expedition úr áli vonast Ford til að auka mjög sölu bílsins, en stórir jeppar eru mjög vinsælir núna í Bandaríkjunum á tímum lágs eldsneytisverðs. Reyndar seljast stórir jeppar General Motors betur en frá Ford og Tahoe og Suburban bílar GM hafa slegið Expedition bíl Ford við í þeim efnum. Sala Tahoe og Suburban hefur t.d. aukist um ríflega 100.000 bíla fram til loka ágúst í ár samanborið við í fyrra. Ford ætlar að auka við framboð sitt í jeppum vegna mikillar eftirspurnar eftir þeim um heim allan og heyrst hefur að fyrirtækið muni kynna fjórar nýjar gerðir jeppa á næstunni.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent