Skrítnasta mótorhjólið Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 13:55 Þau eru ekki mörg mótorhjólin með eitt dekk en Bretinn Kevin Scott hefur þróað þannig hjól í mörg ár og situr reyndar inní hjólinu. Í fyrra náði hann Guinness hraðameti á þessháttar hjólum og mældist hraði hans 98,4 km/klst. Fyrra metið var í eigu Bandaríkjamanns. Hættulegt er að fara mjög hratt á svona hjólum en þau eru óstöðug og erfitt reynist að stöðva þau á miklum hraða, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Ummál dekksins utanum ökumanninn er 1,5 metrar og vigt hjólsins er aðeins 86 kíló. Vél hjóls Kevins Scott er 0,2 lítrar og fengin úr gokart bíl. Hann segir að mikil skemmtun sé fólgin í að aka svona hjólum og dágóðan tíma tekur að læra að aka því. Smíði þess er þó eingöngu til gamans gerð og ekki til þess að aka því á venjulegum vegum. Kevin Scott segir að nokkrir áhugamannahópar í Bretlandi séu að smíða svona hjól og að fyrir vikið sé met hans í hættu, en hann segist eiga nokkur tromp uppí hendinni til að viðhalda meti sínu. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent
Þau eru ekki mörg mótorhjólin með eitt dekk en Bretinn Kevin Scott hefur þróað þannig hjól í mörg ár og situr reyndar inní hjólinu. Í fyrra náði hann Guinness hraðameti á þessháttar hjólum og mældist hraði hans 98,4 km/klst. Fyrra metið var í eigu Bandaríkjamanns. Hættulegt er að fara mjög hratt á svona hjólum en þau eru óstöðug og erfitt reynist að stöðva þau á miklum hraða, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Ummál dekksins utanum ökumanninn er 1,5 metrar og vigt hjólsins er aðeins 86 kíló. Vél hjóls Kevins Scott er 0,2 lítrar og fengin úr gokart bíl. Hann segir að mikil skemmtun sé fólgin í að aka svona hjólum og dágóðan tíma tekur að læra að aka því. Smíði þess er þó eingöngu til gamans gerð og ekki til þess að aka því á venjulegum vegum. Kevin Scott segir að nokkrir áhugamannahópar í Bretlandi séu að smíða svona hjól og að fyrir vikið sé met hans í hættu, en hann segist eiga nokkur tromp uppí hendinni til að viðhalda meti sínu.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent