Skoda Octavia 20 ára Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 10:04 Skoda Octavia. Fyrir tuttugu árum síðan rúllaði fyrsti bíllinn af gerðinni Skoda Octavia af færiböndunum í verksmiðju Skoda í Mlada Boleslav í Tékklandi. Síðan þá hafa verið framleidd 5 milljón eintök af þessum vinsæla bíl í þessari verksmiðju og er Octavia söluhæsta bílgerð Skoda frá upphafi. Skoda Octavia er nú seld af þriðju kynslóð bílsins, sem kom á markað árið 2013. Fyrsta kynslóðin var framleidd frá 1996 til 2004, önnur kynslóðin frá 2004 til 2013. Seldist sú fyrsta í 1.440.000 eintökum og önnur kynslóð í 2,5 milljónum eintaka og sú þriðja hefur nú þegar selst í ríflega einni milljón eintaka. Skoda er í eigu Volkswagen sem keypti fyrirtækið árið 1991 og strax árið eftir var farið að huga að framleiðslu Octavia. Fyrsta kynslóð hans var byggð á nýjum undirvagni frá Volkswagen og hefur Octavia æ síðan verið byggð á undirvagni úr smiðju Volkswagen og finna má sama undirvagn undir mörgum bílgerðum sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Skoda Octavia hefur selst mjög vel á Íslandi og hefur bílgerðin oftar en einu sinni verið söluhæsta bílgerð á Íslandi. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
Fyrir tuttugu árum síðan rúllaði fyrsti bíllinn af gerðinni Skoda Octavia af færiböndunum í verksmiðju Skoda í Mlada Boleslav í Tékklandi. Síðan þá hafa verið framleidd 5 milljón eintök af þessum vinsæla bíl í þessari verksmiðju og er Octavia söluhæsta bílgerð Skoda frá upphafi. Skoda Octavia er nú seld af þriðju kynslóð bílsins, sem kom á markað árið 2013. Fyrsta kynslóðin var framleidd frá 1996 til 2004, önnur kynslóðin frá 2004 til 2013. Seldist sú fyrsta í 1.440.000 eintökum og önnur kynslóð í 2,5 milljónum eintaka og sú þriðja hefur nú þegar selst í ríflega einni milljón eintaka. Skoda er í eigu Volkswagen sem keypti fyrirtækið árið 1991 og strax árið eftir var farið að huga að framleiðslu Octavia. Fyrsta kynslóð hans var byggð á nýjum undirvagni frá Volkswagen og hefur Octavia æ síðan verið byggð á undirvagni úr smiðju Volkswagen og finna má sama undirvagn undir mörgum bílgerðum sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Skoda Octavia hefur selst mjög vel á Íslandi og hefur bílgerðin oftar en einu sinni verið söluhæsta bílgerð á Íslandi.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent