Ásdís ætlar að bæta tvö Íslandsmet í kvöld og þér er boðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 08:00 Ásdís Hjálmsdóttir stefnir á tvö Íslandsmet í kvöld. vísir/anton Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, ætlar í kvöld að reyna við Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti á kastvellinum í Laugardal, en á Facebook-síðu sinni býður hún öllum að koma og fylgjast með. Ásdís segir enn fremur á Facebook að hún hafi náð tveimur stórum markmiðum í gær. Hún kastaði fyrst kringlunni í fyrsta skipti á ferlinum yfir 50 metra þegar hún þeytti henni 50,63 metra. Það var ekki það eina sem Ásdís afrekaði í gær því hún tók sig líka til og bætti Íslandsmet kvenna í kúluvarpi innanhúss. Ásdís kastaði kúlunni 15,95 metra en fyrra metið var 34 ára gamalt. Það var 15,64 metrar og var í eigu Guðrúnar Ingólfsdóttur, sett í mars 1982. „Ég er ótrúlega ánægð en á sama tíma veit ég að það er meira eftir á tankinum. Annað kvöld [í kvöld] mun ég reyna við Íslandsmetin í kringlukasti og kúluvarpi á vellinum þar sem þetta allt byrjaði. Ég er meira en spennt og vonast til að fá mikinn stuðning,“ segir Ásdís. „Ef þú vilt taka þátt í að hvetja mig til að bæta Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti láttu sjá þig á kastvellinum í Laugardal klukkan 17 á morgun,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, en kastvöllurinn er á milli World Class í Laugum og Laugardalsvallar. Íslandsmetið í kringlukasti, sem Guðrún Ingólfsdóttir á einnig, er 34 ára gamalt en Guðrún kastaði kringlunni 53,86 metra í maí 1982. Ásdís þarf því að bæta sig um rúma þrjá metra í kvöld. Kúluvarpsmetið er 24 ára gamalt en það setti Guðbjörg Hanna Gylfadóttir í maí 1972 í Starkeville í Bandaríkjunum en metið er 16,33 metrar. Ásdís þarf þar 39 sentimetra bætingu ætli hún að eignast metið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, ætlar í kvöld að reyna við Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti á kastvellinum í Laugardal, en á Facebook-síðu sinni býður hún öllum að koma og fylgjast með. Ásdís segir enn fremur á Facebook að hún hafi náð tveimur stórum markmiðum í gær. Hún kastaði fyrst kringlunni í fyrsta skipti á ferlinum yfir 50 metra þegar hún þeytti henni 50,63 metra. Það var ekki það eina sem Ásdís afrekaði í gær því hún tók sig líka til og bætti Íslandsmet kvenna í kúluvarpi innanhúss. Ásdís kastaði kúlunni 15,95 metra en fyrra metið var 34 ára gamalt. Það var 15,64 metrar og var í eigu Guðrúnar Ingólfsdóttur, sett í mars 1982. „Ég er ótrúlega ánægð en á sama tíma veit ég að það er meira eftir á tankinum. Annað kvöld [í kvöld] mun ég reyna við Íslandsmetin í kringlukasti og kúluvarpi á vellinum þar sem þetta allt byrjaði. Ég er meira en spennt og vonast til að fá mikinn stuðning,“ segir Ásdís. „Ef þú vilt taka þátt í að hvetja mig til að bæta Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti láttu sjá þig á kastvellinum í Laugardal klukkan 17 á morgun,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, en kastvöllurinn er á milli World Class í Laugum og Laugardalsvallar. Íslandsmetið í kringlukasti, sem Guðrún Ingólfsdóttir á einnig, er 34 ára gamalt en Guðrún kastaði kringlunni 53,86 metra í maí 1982. Ásdís þarf því að bæta sig um rúma þrjá metra í kvöld. Kúluvarpsmetið er 24 ára gamalt en það setti Guðbjörg Hanna Gylfadóttir í maí 1972 í Starkeville í Bandaríkjunum en metið er 16,33 metrar. Ásdís þarf þar 39 sentimetra bætingu ætli hún að eignast metið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira