Íslenskur sörfari í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 15:34 Hyundai hefur sent frá sér kynningarmynd með Hyundai Santa Fe jeppanum sem tekin er upp á Íslandi. Í myndbandinu er íslenskur hæfileikaríkur útivistarmaður að nafni Heiðar Logi Elíasson í aðalhlutverki og fer víða með bílinn um Suðurlandið í ævintýraleit. Myndbandið er einkar vel unnið og sýnir vel fallega náttúru Íslands. Heiðar Logi sést á vindbretti í fjörunni nálægt Stokkseyri, róandi niður á í Biskupstungum á kajak og í ísklifri á Gígjökli nærri Þórsmörk. Þetta kynningarmyndband er mikil auglýsing fyrir Ísland, sýnir vel stórbrotna náttúru landsins og alls ekki í fyrsta skiptið sem bílaframleiðandi velur að nota Ísland sem bakgrunn fyrir nýja bíla sína. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent
Hyundai hefur sent frá sér kynningarmynd með Hyundai Santa Fe jeppanum sem tekin er upp á Íslandi. Í myndbandinu er íslenskur hæfileikaríkur útivistarmaður að nafni Heiðar Logi Elíasson í aðalhlutverki og fer víða með bílinn um Suðurlandið í ævintýraleit. Myndbandið er einkar vel unnið og sýnir vel fallega náttúru Íslands. Heiðar Logi sést á vindbretti í fjörunni nálægt Stokkseyri, róandi niður á í Biskupstungum á kajak og í ísklifri á Gígjökli nærri Þórsmörk. Þetta kynningarmyndband er mikil auglýsing fyrir Ísland, sýnir vel stórbrotna náttúru landsins og alls ekki í fyrsta skiptið sem bílaframleiðandi velur að nota Ísland sem bakgrunn fyrir nýja bíla sína. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent