Kia Sportage mest seldi bíllinn í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 13:17 Kia Sportage jepplingurinn. Kia Sportage var mest seldi bíllinn á Íslandi í ágústmánuði. Alls seldust 60 Kia Sportage bílar í mánuðinum. Í öðru sæti á eftir Sportage var Toyota Rav 4 með 50 selda bíla og Skoda Octavia var í þriðja sæti með 34 selda bíla. Toyota og Kia voru lang mest seldu bílamerkin á Íslandi í ágúst. Toyota var í efsta sæti með alls 187 selda bíla í mánuðinum en Kia í öðru sæti með alls 146 selda bíla. Volkswagen var í þriðja sæti með 90 bíla. ,,Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð og stolt með að Kia sé með söluhæstu gerðina á Íslandi í ágúst mánuði. Ágúst var að sama skapi stærsti mánuður Öskju og Kia til einstaklinga frá upphafi. Aukning í sölu Kia bíla hér á landi er 21% á milli ára og markaðshlutdeildin er 8,7%. Kia hefur verið á mikilli siglingu um allan heim síðustu misseri og það sama á við hér á landi. Kia Sportage kom á markað hér heima í ársbyrjun og salan á sportjeppanum hefur verið gríðarlega góð og farið fram úr okkar björtustu vonum. Síðasta kynslóð Kia Sportage var mjög vinsæl og seldist upp en nýja kynslóðin virðist ætla að gera enn betur enda mjög vel heppnuð í alla staði,” segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia á Íslandi. ,,Kia hefur verið að koma með nýjar línur af bílum sínum síðustu misseri sem hafa slegið í gegn. Nýjasta útspilið er Hybrid bíllinn Kia Niro sem frumsýndur var hjá Öskju um helgina og fékk mjög góðar viðtökur. Kia bílarnir þykja mjög fallega hannaðir og góðir í akstri auk þess sem þeir eru hagkvæmir og umhverfismildir. Þá er 7 ára ábyrgðin sem Kia býður af öllum nýjum bílum einstök og lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á. Ef þú kaupir Kia bíl í dag þá er hann í ábyrgð til ársins 2023,” segir Þorgeir ennfremur. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent
Kia Sportage var mest seldi bíllinn á Íslandi í ágústmánuði. Alls seldust 60 Kia Sportage bílar í mánuðinum. Í öðru sæti á eftir Sportage var Toyota Rav 4 með 50 selda bíla og Skoda Octavia var í þriðja sæti með 34 selda bíla. Toyota og Kia voru lang mest seldu bílamerkin á Íslandi í ágúst. Toyota var í efsta sæti með alls 187 selda bíla í mánuðinum en Kia í öðru sæti með alls 146 selda bíla. Volkswagen var í þriðja sæti með 90 bíla. ,,Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð og stolt með að Kia sé með söluhæstu gerðina á Íslandi í ágúst mánuði. Ágúst var að sama skapi stærsti mánuður Öskju og Kia til einstaklinga frá upphafi. Aukning í sölu Kia bíla hér á landi er 21% á milli ára og markaðshlutdeildin er 8,7%. Kia hefur verið á mikilli siglingu um allan heim síðustu misseri og það sama á við hér á landi. Kia Sportage kom á markað hér heima í ársbyrjun og salan á sportjeppanum hefur verið gríðarlega góð og farið fram úr okkar björtustu vonum. Síðasta kynslóð Kia Sportage var mjög vinsæl og seldist upp en nýja kynslóðin virðist ætla að gera enn betur enda mjög vel heppnuð í alla staði,” segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia á Íslandi. ,,Kia hefur verið að koma með nýjar línur af bílum sínum síðustu misseri sem hafa slegið í gegn. Nýjasta útspilið er Hybrid bíllinn Kia Niro sem frumsýndur var hjá Öskju um helgina og fékk mjög góðar viðtökur. Kia bílarnir þykja mjög fallega hannaðir og góðir í akstri auk þess sem þeir eru hagkvæmir og umhverfismildir. Þá er 7 ára ábyrgðin sem Kia býður af öllum nýjum bílum einstök og lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á. Ef þú kaupir Kia bíl í dag þá er hann í ábyrgð til ársins 2023,” segir Þorgeir ennfremur.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent