Lexus UX kynntur í París Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2016 13:15 Lexus UX. Lexus mun kynna þenna nýja jeppa á bílasýningunni Í París sem hefst um næstu mánaðarmót. Þessi nýi bíll frá Lexus er djarflega teiknaður líkt og átt hefur við um nýjustu bíla Lexus síðustu misserin. Ekki fer hjá því að hann líkist í forminu BMW X6 og X4 bílunum og er væntanlega teflt fram gegn þeim. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum teflt fram jeppum eða jepplingum með “coupe”-lagi, þ.e. afturhallandi þaklínu. Bíll Lexus er með gríðarstór bretti sem ber með sér mikla torfærugetu og ekki draga stór dekk hans og felgur úr þeim áhrifum. Ekki er alveg ljóst hvort þessi bíll er tilbúinn til framleiðslu eða hvort um er að ræða tilraunabíl. Miðað við kynningu Lexus á NX jepplingnum sem fór svo gott sem óbreyttur í framleiðslu þá mætti ætla að Lexus geri ekki miklar breytingar á þessum bíl. Þessi nýi jeppi er jafn djarflega teiknaður og hann en þó með nokkru mýkri línum. Lexus hefur aðeins birt þessa einu mynd af bílnum svo óljóst er hvernig bíllinn lítur út að framan, en það kemur í ljós eftir um hálfan mánuð þegar Lexus sviptir af honum hulunni í París. Lexus segir að bíllinn sé einnig mjög framúrstefnulegur að innan og troðinn nýjustu tækni. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent
Lexus mun kynna þenna nýja jeppa á bílasýningunni Í París sem hefst um næstu mánaðarmót. Þessi nýi bíll frá Lexus er djarflega teiknaður líkt og átt hefur við um nýjustu bíla Lexus síðustu misserin. Ekki fer hjá því að hann líkist í forminu BMW X6 og X4 bílunum og er væntanlega teflt fram gegn þeim. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum teflt fram jeppum eða jepplingum með “coupe”-lagi, þ.e. afturhallandi þaklínu. Bíll Lexus er með gríðarstór bretti sem ber með sér mikla torfærugetu og ekki draga stór dekk hans og felgur úr þeim áhrifum. Ekki er alveg ljóst hvort þessi bíll er tilbúinn til framleiðslu eða hvort um er að ræða tilraunabíl. Miðað við kynningu Lexus á NX jepplingnum sem fór svo gott sem óbreyttur í framleiðslu þá mætti ætla að Lexus geri ekki miklar breytingar á þessum bíl. Þessi nýi jeppi er jafn djarflega teiknaður og hann en þó með nokkru mýkri línum. Lexus hefur aðeins birt þessa einu mynd af bílnum svo óljóst er hvernig bíllinn lítur út að framan, en það kemur í ljós eftir um hálfan mánuð þegar Lexus sviptir af honum hulunni í París. Lexus segir að bíllinn sé einnig mjög framúrstefnulegur að innan og troðinn nýjustu tækni.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent