11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2016 14:45 Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. Vísir/Getty Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa látist af völdum veikinda eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Reiknað er með að fleiri muni látast af þessum völdum en létu lífið í árásanum sjálfum.Sjá einnig:15 ár frá árásinni á TvíburaturnanaVíða um heim er þess minnst í dag að fimmtán ár eru frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaide létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana.Á vef Guardian er fjallað sérstaklega um þá fjölmörgu sem glímt hafa við veikindi í kjölfar 11. september.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir turnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. „Þetta var ógeðslegt,“ segir Merita Zejnuni,“ sem var að störfum í byggingu skammt frá World Trade Center að morgni árásanna. „Þetta þakti háls manns og andlit. Þetta var út um allt. Ég leit út eins og draugur.“Ryk- og öskuskýið frá turnunnum þakti nærliggjandi svæði.Vísir/GettySagt að loftgæði í kringum „Hrúguna“ væru í góðu lagi Zenjuni þjáðist af alvarlegum, krónsískum hósta á árunum eftir árásirnar og glímir í dag við brjóstakrabbamein sem rekja má beint til þess að hafa komist í snertingu við þessa eitruðu blöndu sem leystist úr læðingi eftir árásirnar. „Á innan við fimm árum munum við standa á þeim tímamótum að fleiri hafi látist vegna veikinda í tengslum við árásirnar 11. september en létust í árásunum sjálfum,“ segir Jim Melius, læknir hjá Verkalýðssamtökum New York en yfir 37 þúsund manns glíma við veikindi eftir að hafa komist í snertingu við eiturblönduna. Talið er að á næstu fimm árum megi rekja fimm þúsund dauðföll beint til veikinda vegna 11. september. Yfirvöld í New York, ásamt Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sögðu skömmu eftir árásirnar að loftgæði á svæðinu í kringum rústirnar væru óskert. Þáverandi yfirmaður EPA hefur nú beðist afsökunar á slíkum yfirlýsingum og segir að það hafi verið mistök að gefa slíkt út.Fjölmargir komu að björgunar- og hreinsunarstörfum við hrikalegar aðstæður.Vísir/GettyVonast til þess að reist verði sérstakt minnismerki um þá sem látist hafa af veikindum Þeir sem komu að björgunar- og eða hreinsunarstörfum og fundu fyrir veikindum síðar háðu mikla baráttu fyrir því að fá bætur og árið 2010 samþykkti bandaríska þingið hin svokölluðu Zadroga-lög þar sem fjórir milljarðar dollara voru lagðir í sjóð til þess að bæta hreinsunar- og björgunarstarfsfólki skaðann. Lögin voru skírð eftir lögregluforingja sem lést árið 2006 vegna öndunarfærasjúkdóms eftir að hafa starfað við björgunarstörf við World Trade Center. Ári síðar var sérstöku verkefni komið á fót þar sem þeir sem komu að björgunar- og hreinsunarstarfi geta sótt sér heilsugæslu vegna veikinda sem rekja má til 11. septembers. 75 þúsund hafa skráð sig í heilsugæsluna. Engin gögn eru til um það hversu margir létust af völdum slíkra veikinda á árunum 2001 til 2011 og er óttast að sú tala sé mun hærri en þau þúsund tilvik sem vitað er um. Hafa ættingar þeirra sem látist hafa af þessum völdum óskað eftir því að sérstakt minnismerki verði reist á minningarreit fórnarlamba árásanna sem finna má á þeim stað sem turnarnir stóðu á áður. Vonast þeir til þess að það verði reist í tæka tíð fyrir 11. september á næsta ári. Tengdar fréttir 15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa látist af völdum veikinda eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Reiknað er með að fleiri muni látast af þessum völdum en létu lífið í árásanum sjálfum.Sjá einnig:15 ár frá árásinni á TvíburaturnanaVíða um heim er þess minnst í dag að fimmtán ár eru frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaide létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana.Á vef Guardian er fjallað sérstaklega um þá fjölmörgu sem glímt hafa við veikindi í kjölfar 11. september.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir turnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. „Þetta var ógeðslegt,“ segir Merita Zejnuni,“ sem var að störfum í byggingu skammt frá World Trade Center að morgni árásanna. „Þetta þakti háls manns og andlit. Þetta var út um allt. Ég leit út eins og draugur.“Ryk- og öskuskýið frá turnunnum þakti nærliggjandi svæði.Vísir/GettySagt að loftgæði í kringum „Hrúguna“ væru í góðu lagi Zenjuni þjáðist af alvarlegum, krónsískum hósta á árunum eftir árásirnar og glímir í dag við brjóstakrabbamein sem rekja má beint til þess að hafa komist í snertingu við þessa eitruðu blöndu sem leystist úr læðingi eftir árásirnar. „Á innan við fimm árum munum við standa á þeim tímamótum að fleiri hafi látist vegna veikinda í tengslum við árásirnar 11. september en létust í árásunum sjálfum,“ segir Jim Melius, læknir hjá Verkalýðssamtökum New York en yfir 37 þúsund manns glíma við veikindi eftir að hafa komist í snertingu við eiturblönduna. Talið er að á næstu fimm árum megi rekja fimm þúsund dauðföll beint til veikinda vegna 11. september. Yfirvöld í New York, ásamt Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sögðu skömmu eftir árásirnar að loftgæði á svæðinu í kringum rústirnar væru óskert. Þáverandi yfirmaður EPA hefur nú beðist afsökunar á slíkum yfirlýsingum og segir að það hafi verið mistök að gefa slíkt út.Fjölmargir komu að björgunar- og hreinsunarstörfum við hrikalegar aðstæður.Vísir/GettyVonast til þess að reist verði sérstakt minnismerki um þá sem látist hafa af veikindum Þeir sem komu að björgunar- og eða hreinsunarstörfum og fundu fyrir veikindum síðar háðu mikla baráttu fyrir því að fá bætur og árið 2010 samþykkti bandaríska þingið hin svokölluðu Zadroga-lög þar sem fjórir milljarðar dollara voru lagðir í sjóð til þess að bæta hreinsunar- og björgunarstarfsfólki skaðann. Lögin voru skírð eftir lögregluforingja sem lést árið 2006 vegna öndunarfærasjúkdóms eftir að hafa starfað við björgunarstörf við World Trade Center. Ári síðar var sérstöku verkefni komið á fót þar sem þeir sem komu að björgunar- og hreinsunarstarfi geta sótt sér heilsugæslu vegna veikinda sem rekja má til 11. septembers. 75 þúsund hafa skráð sig í heilsugæsluna. Engin gögn eru til um það hversu margir létust af völdum slíkra veikinda á árunum 2001 til 2011 og er óttast að sú tala sé mun hærri en þau þúsund tilvik sem vitað er um. Hafa ættingar þeirra sem látist hafa af þessum völdum óskað eftir því að sérstakt minnismerki verði reist á minningarreit fórnarlamba árásanna sem finna má á þeim stað sem turnarnir stóðu á áður. Vonast þeir til þess að það verði reist í tæka tíð fyrir 11. september á næsta ári.
Tengdar fréttir 15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00