Valdís fékk tilboð upp á eina milljón króna í blautan klút Justins Bieber Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 15:50 Valdís með klútinn eftir tónleikana í gær. „Ég ætla að geyma hann mjög vel, láta hann í ramma eða eitthvað,“ segir Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir, sextán ára tónleikagestur á síðari tónleikum Justins Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Ljóst er að táningsstúlkur um land allt og þó víðar væri leitað öfunda Valdísi í dag. Valdís hreppti nefnilega blautan vasaklút Bieber sem poppstjarnan kastaði af sviðinu undir lok tónleika. „Hann kom beint fyrir ofan mig. Það hoppuðu einhverjir tuttugu aðrir á mig og voru næstum því búnir að kyrkja mig,“ sagði Valdís Björg í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Valdís var afar nálægt sviðinu og var hart barist um klútinn. „Náum klútnum af henni,“ segist hún hafa heyrt og greinilegt að fleiri táningsstúlkur höfðu augastað á minjagripnum. Öryggisvörður hafi hins vegar komið að og skorist í leikinn. Justin Bieber á tónleikunum á fimmtudagskvöldið.Vísir/Hanna Má ég prófa? „Það voru allir: „Má ég prófa hann?“ Ég bara hélt honum og dreif mig útaf tónleikunum,“ segir Valdís og þykist vita að einhverjir sem hefðu prófað hefðu freistast og hreinlega hlaupið á brott með klútinn. Valdís upplýsir að klúturinn hafi verið blautur af svita þegar hún fékk hann. Hún hafi ekki sofið með klútinn en hann hafi verið geymdur í herbergi hennar, hún passi hann vel enda mikill aðdáandi. „Ég elska lögin hans. Hef hlustað á öll lögin hans og undirbúið mig fyrir þessa tónleika,“ segir Valdís sem ætlaði svo sannarlega að njóta augnabliksins í gærkvöldi. Tónleika með uppáhaldinu. „Ég tók engar myndir, til að ég gæti lifað í mómentinu,“ segir Valdís en óhætt er að segja að ansi margir hafi verið með snjallsímana á lofti á tónleikunum tveimur. Tilboð í klútinn Valdís hlær að uppákomunni í dag og segir í góðu lagi með sig. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr bentu henni á að eftir nokkur ár gæti hún vafalítið selt klútinn fyrir væna upphæð. Sá möguleiki virðist reyndar þegar fyrir hendi. „Ég fékk tilboð á leiðinni út, var boðin milljón,“ segir Valdís. Hún tók ekki boðinu.Viðtalið við Valdísi má finna hér að neðan. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Sjá meira
„Ég ætla að geyma hann mjög vel, láta hann í ramma eða eitthvað,“ segir Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir, sextán ára tónleikagestur á síðari tónleikum Justins Bieber í Kórnum í gærkvöldi. Ljóst er að táningsstúlkur um land allt og þó víðar væri leitað öfunda Valdísi í dag. Valdís hreppti nefnilega blautan vasaklút Bieber sem poppstjarnan kastaði af sviðinu undir lok tónleika. „Hann kom beint fyrir ofan mig. Það hoppuðu einhverjir tuttugu aðrir á mig og voru næstum því búnir að kyrkja mig,“ sagði Valdís Björg í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Valdís var afar nálægt sviðinu og var hart barist um klútinn. „Náum klútnum af henni,“ segist hún hafa heyrt og greinilegt að fleiri táningsstúlkur höfðu augastað á minjagripnum. Öryggisvörður hafi hins vegar komið að og skorist í leikinn. Justin Bieber á tónleikunum á fimmtudagskvöldið.Vísir/Hanna Má ég prófa? „Það voru allir: „Má ég prófa hann?“ Ég bara hélt honum og dreif mig útaf tónleikunum,“ segir Valdís og þykist vita að einhverjir sem hefðu prófað hefðu freistast og hreinlega hlaupið á brott með klútinn. Valdís upplýsir að klúturinn hafi verið blautur af svita þegar hún fékk hann. Hún hafi ekki sofið með klútinn en hann hafi verið geymdur í herbergi hennar, hún passi hann vel enda mikill aðdáandi. „Ég elska lögin hans. Hef hlustað á öll lögin hans og undirbúið mig fyrir þessa tónleika,“ segir Valdís sem ætlaði svo sannarlega að njóta augnabliksins í gærkvöldi. Tónleika með uppáhaldinu. „Ég tók engar myndir, til að ég gæti lifað í mómentinu,“ segir Valdís en óhætt er að segja að ansi margir hafi verið með snjallsímana á lofti á tónleikunum tveimur. Tilboð í klútinn Valdís hlær að uppákomunni í dag og segir í góðu lagi með sig. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr bentu henni á að eftir nokkur ár gæti hún vafalítið selt klútinn fyrir væna upphæð. Sá möguleiki virðist reyndar þegar fyrir hendi. „Ég fékk tilboð á leiðinni út, var boðin milljón,“ segir Valdís. Hún tók ekki boðinu.Viðtalið við Valdísi má finna hér að neðan.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24 Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Sjá meira
Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Sturla Atlas og 101 boys hita upp fyrir Justin Bieber. Logi Pedro Stefánsson býst við "round tvö“ af fjöri í kvöld. 9. september 2016 17:24
Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45
Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04