Fimmta kynslóð Nissan Micra frumsýnd í París Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 13:33 Fimmta og nýjasta kynslóð Nissan Micra var kynnt í morgun á bílasýningunni í París. Örtröð gesta kom sér fyrir á sýningarbás Nissan þegar bíllinn var kynntur, en þessi vinsæli smábíll verður frumsýndur hjá BL í byrjun mars. Nissan Micra var fyrst kynnt til sögunnar fyrir 33 árum og hefur þessi bíll keppt við aðra magnsölubíla í þessum flokki minni fólksbíla, þ.e. bíla eins og Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Toyota Yaris, Suzuki Swift og Renault Clio, svo einhverjir séu nefndir. Nissan segir að hið nýja útspil þeirra í formi Nissan Micra sé enn einn djarflega teiknaður bíll fyrirtækisins á síðustu árum og kemur hann í kjölfar Nissan Juke, Qashqai og Note, sem allir hafa fengið frábærar móttökur. Nissan kallar nýjan Micra bíl sinn flaggskipið á meðal nýrra Nissan bíla og ætlar sér greinilega stóra hluti með þessum nýja bíl.Laglegt innanrými í Nissan Micra Bílar video Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent
Fimmta og nýjasta kynslóð Nissan Micra var kynnt í morgun á bílasýningunni í París. Örtröð gesta kom sér fyrir á sýningarbás Nissan þegar bíllinn var kynntur, en þessi vinsæli smábíll verður frumsýndur hjá BL í byrjun mars. Nissan Micra var fyrst kynnt til sögunnar fyrir 33 árum og hefur þessi bíll keppt við aðra magnsölubíla í þessum flokki minni fólksbíla, þ.e. bíla eins og Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Toyota Yaris, Suzuki Swift og Renault Clio, svo einhverjir séu nefndir. Nissan segir að hið nýja útspil þeirra í formi Nissan Micra sé enn einn djarflega teiknaður bíll fyrirtækisins á síðustu árum og kemur hann í kjölfar Nissan Juke, Qashqai og Note, sem allir hafa fengið frábærar móttökur. Nissan kallar nýjan Micra bíl sinn flaggskipið á meðal nýrra Nissan bíla og ætlar sér greinilega stóra hluti með þessum nýja bíl.Laglegt innanrými í Nissan Micra
Bílar video Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent