Sport

Gullkálfurinn Conor þénar milljarða á árinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gulldrengur. Conor er orðin ein stærsta íþróttastjarna heims og þénar eftir því.
Gulldrengur. Conor er orðin ein stærsta íþróttastjarna heims og þénar eftir því. vísir/getty
Er Írinn Conor McGregor gengur úr búrinu í New York í nóvember verður hann búinn að raka inn milljörðum á þessu ári.

Bardagakvöldin hans halda áfram að slá met yfir flestar sjónvarpsáskriftir (PPV) og bardagakvöldið í New York á örugglega eftir að slá öll met.

Er hann barðist við Nate Diaz fyrr á árinu fékk hann eingreiðslu upp á 3 milljónir dollara fyrir bardagann eða 343 milljónir króna. Enginn bardagamaður í UFC hefur fengið álíka greiðslu fyrir eitt kvöld.

Svo fær hann hluta af sjónvarpsáskriftunum sem er ekki síður mikill peningur. Talið er að með öllu gæti hann verið að fá 12 til 15 milljónir dollara fyrir bardagakvöldið.

Conor er einnig með samninga við hin og þessi fyrirtæki og nú síðast kom hann í tölvuleiknum Call of Duty.

Írinn var spurður út í peningamálin á blaðamannafundinum fyrir UFC 205.

„Þegar árinu lýkur verð ég líklega búinn að raka inn hátt í 40 milljónum dollara,“ sagði Írinn en það eru tæpir 4,6 milljarðar íslenskra króna.  „Þetta er 40 milljón dollara ár hjá mér. Helvíti gott ár.“

Sögusagnir eru um að hann muni fá allt upp í 25 milljónir dollara fyrir kvöldið í New York þegar allt verður talið. Það eru 2,8 milljarðar króna.

Til samanburðar má nefna að andstæðingur hans, Eddie Alvarez, sem er heimsmeistari í léttvigt, fékk 150 þúsund dollara er hann tryggði sér titilinn. Það gera 17 milljónir króna.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×