Hyundai Santa Fe með 1.040 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 09:57 Hyundai "Santa Fast" ætti að komast fremur hratt úr sporunum með sín 1.040 hestöfl. Bisimoto sem þekkt er fyrir að breyta Hyundai bílum í orkubolta hefur nú kynnt Hyundai Santa Fe jeppa sem er með 1.040 hestafla vél. Bílinn kalla þeir reyndar “Santa Fast” og það hlýtur að vera réttnefni og þessi bíll ætti að komast nokkuð hratt úr sporunum. Í bílnum er 3,8 lítra V6 mótor frá Hyundai en Bisimoto hefur gerbreytt þessari vél og meðal annars bætt við tveimur stórum forþjöppum sem vinna á 39 psi þrýstingi. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu sem fengin er úr Hyundai Genesis Coupe R-Spec. Bremsurnar eru frá Buddy Club og dempararnir frá KW og þar er um að ræða coil-over fjöðrun. Bíllinn er með veltibúri og Momo keppnissætum, en flestöllu hefur verið breytt í þessum bíl. Ekki kemur fram hvernig nota á þennan öfluga bíl, en hann verður sýndur á SEMA bílasýningunni í Las Vegar sem hefst 1. nóvember. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Bisimoto sem þekkt er fyrir að breyta Hyundai bílum í orkubolta hefur nú kynnt Hyundai Santa Fe jeppa sem er með 1.040 hestafla vél. Bílinn kalla þeir reyndar “Santa Fast” og það hlýtur að vera réttnefni og þessi bíll ætti að komast nokkuð hratt úr sporunum. Í bílnum er 3,8 lítra V6 mótor frá Hyundai en Bisimoto hefur gerbreytt þessari vél og meðal annars bætt við tveimur stórum forþjöppum sem vinna á 39 psi þrýstingi. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu sem fengin er úr Hyundai Genesis Coupe R-Spec. Bremsurnar eru frá Buddy Club og dempararnir frá KW og þar er um að ræða coil-over fjöðrun. Bíllinn er með veltibúri og Momo keppnissætum, en flestöllu hefur verið breytt í þessum bíl. Ekki kemur fram hvernig nota á þennan öfluga bíl, en hann verður sýndur á SEMA bílasýningunni í Las Vegar sem hefst 1. nóvember.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent