Verður Prius aðeins í boði sem tengiltvinnbíll? Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2016 16:33 Toyota Prius af árgerð 2017. Núverandi Toyota Prius er af fjórðu kynslóð og Toyota vinnur að þróun þeirrar fimmtu og líklegast verður hún eingöngu í boði sem tengiltvinnbíll, ef marka má einn helstu verkfræðinga Toyota, Shoichi Kaneko. Hann segir að framtíðin liggi í tengiltvinnbílum en ekki venjulegum tvinnbílum. Mjög erfitt geti reynst að þróa tvinnbíl sem keppt getur við tengitvinnbíl er kemur að eyðslutölum og mengun. Því séu allar líkur til þess að fimmta kynslóð Prius verði aðeins í boði sem tengitvinnbíll og þá með stærri rafhlöðum en finna má í hefðbundnum Prius nú. Hann segir að Toyota vilji ryðja brautina er kemur að því að losa mannkynið við bruna jarðefnaeldsneytis af völdum bíla. Þessi skoðun hans á framtíð tengiltvinnbíla rýmar við þá áherslu annarra bílaframleiðenda sem leggja nú höfuðáherslu á framleiðslu tengiltvinnbíla og keppast nú við að bjóða sem flestar gerðir sinna vinsælustu bíla með þeirri tækni. Þessi skoðun hans nú rýmar einnig við það sem haft var eftir öðrum háttsettum starfsmanni Toyota, Satoshi Ogiso árið 2013. Þá sagði hann að erfitt muni reynast fyrir Toyota að bæta eigið met í lágri eyðslu tvinnbíla og líklega yrði ógerningur að tefla fram slíkum bíl gegn öðrum tengiltvinnbílum. Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent
Núverandi Toyota Prius er af fjórðu kynslóð og Toyota vinnur að þróun þeirrar fimmtu og líklegast verður hún eingöngu í boði sem tengiltvinnbíll, ef marka má einn helstu verkfræðinga Toyota, Shoichi Kaneko. Hann segir að framtíðin liggi í tengiltvinnbílum en ekki venjulegum tvinnbílum. Mjög erfitt geti reynst að þróa tvinnbíl sem keppt getur við tengitvinnbíl er kemur að eyðslutölum og mengun. Því séu allar líkur til þess að fimmta kynslóð Prius verði aðeins í boði sem tengitvinnbíll og þá með stærri rafhlöðum en finna má í hefðbundnum Prius nú. Hann segir að Toyota vilji ryðja brautina er kemur að því að losa mannkynið við bruna jarðefnaeldsneytis af völdum bíla. Þessi skoðun hans á framtíð tengiltvinnbíla rýmar við þá áherslu annarra bílaframleiðenda sem leggja nú höfuðáherslu á framleiðslu tengiltvinnbíla og keppast nú við að bjóða sem flestar gerðir sinna vinsælustu bíla með þeirri tækni. Þessi skoðun hans nú rýmar einnig við það sem haft var eftir öðrum háttsettum starfsmanni Toyota, Satoshi Ogiso árið 2013. Þá sagði hann að erfitt muni reynast fyrir Toyota að bæta eigið met í lágri eyðslu tvinnbíla og líklega yrði ógerningur að tefla fram slíkum bíl gegn öðrum tengiltvinnbílum.
Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent