Arkitektúr og túrismi – þriðji hluti Dagur Eggertsson skrifar 29. september 2016 07:00 Í fyrri greinum um efnið var farið í gegn um mikilvægi þess að hlúa vel að ferðamannastöðum með faglegum vinnubrögðum og hvernig það skilaði sér í auknum tekjum og bættri ímynd landsins.Aðdráttarafl staða Með aukinni hnattvæðingu er farið að bera á því að samfélög taki sig saman um að þróa sérkenni staða í þeim tilgangi að þeir veki athygli og standi upp úr í stöðugt stærri hringiðu upplýsinga í heiminum. Markmiðið er einatt að laða fólk að, bæði ferðamenn og þá sem hafa hug á að setjast að. Það hefur einnig sýnt sig að sérkenni staða hafa oft jákvæð áhrif á staðarval fyrirtækja. Ástæðan er hin einfalda staðreynd að vel hannað umhverfi hefur jákvæð áhrif á vellíðan fólks. Á fagmáli skipulagsfræðinga er þetta kallað attractivity[vi], eða aðdráttarafl[vii] eins og það gæti útlagst á íslensku. Er það þá sett í samhengi við aukinn hagvöxt á svæðum sem verið er að þróa. Sérkenni staða er hægt að þróa út frá staðháttum, menningu, hefðum eða öðrum þáttum sem geta leitt til aukinnar búsetu, skapað atvinnutækifæri og þar af leiðandi eflt hagvöxt þegar til lengri tíma er litið. Hér á landi mættu menn kynna sér þá þætti sem lúta að aðlöðunarafli innan ferðamannageirans fyrst og fremst til að sporna við niðurníðslu, en einnig til að auka sjálfbærni ferðamannastaða. Þetta á bæði við um vistrænar og fjárhagslegar hliðar málsins vegna þess að ferðamannastaðir verða óhjákvæmilega að geta staðið undir sér. Hér þurfa stjórnvöld að útbúa kerfi til fjármögnunar á góðum og sjálfbærum verkefnum með hvötum sem verðlauna metnaðarfull áform, og sýna fordæmi í tengslum við þróun mikilvægra áfangastaða, meðal annars með því að nota góða hönnuði í verkin. Fjárfestingar af þessu tagi eru furðu fljótar að skila sér aftur til ríkissjóðs því að viðhaldskostnaður lækkar mikið í vel skipulögðu umhverfi og ánægðir ferðamenn skila auknum tekjum þegar upp er staðið.Vörumerking Mig langar til að enda þetta á lítilli frásögn af þorpinu Krumbach í fjallahéraðinu Vorarlberg í vesturhluta Austurríkis. Fyrir nokkrum árum ákváðu menn þar á bæ að ganga skrefi lengra en flestir í að vekja athygli á sér og hversu aðlaðandi staðurinn er. Svæðið er þekkt fyrir aldagamla byggingarhefð og notkun á sjálfbæru og staðbundnu byggingarefni. Haft var samband við forstöðumann arkitektasafns Austurríkis og var hann beðinn um að koma með tillögur að því hvernig menn gætu endurnýjað byggingarhefð staðarins. Eftir stutta umhugsun stakk hann upp á því að erlendir arkitektar yrðu ráðnir til að hanna strætóskýli sem gætu sýnt almenningi að hefð er ekki fast og óhagganlegt hugtak, heldur afurð stöðugrar þróunar. Með þessu sá hann að þorpið gæti styrkt ímynd sína sem sjálfbært og kolefnishlutlaust samfélag og gert það nánast að „vörumerki“ sínu. Var teiknistofa okkar þess aðnjótandi að taka þátt í þessu verkefni[i]. Hugmyndin um „vörumerkingu“ eða branding[ii] er ekki ný, en er farin að skjóta æ oftar upp kollinum í arkitektúr síðustu árin. Eru menn þá iðulega að notfæra sér arkitektinn í að túlka umhverfið beint eða óbeint innan fyrirfram ákveðins ramma. Aðferð þessa mætti einnig nota við þróun svæða á Íslandi enda búa flestir staðir á landinu yfir ógrynni af efniviði sem upplagt væri að miðla með aðstoð byggingarlistar. Vestfirðir hafa þegar farið af stað með að tengja svæðið við náttúrulaugar með aðstoð samstarfshópsins Vatnavina. Fleiri héruð mættu spreyta sig á svipuðu í framtíðinni og þar með gera menningu og náttúru Íslands aðgengilega og í senn aðlaðandi fyrir umheiminn. Í þessum þremur greinum hefur mikilvægi fjárfestinga í innviðum ferðamannaþjónustunnar á Íslandi verið rakið. Eins og mál standa eru gæði ferðamannastaða lítið í brennidepli og heildræna menningarstefnu ferðamannaiðnaðarins vantar. Snúa þarf áherslunum frá magni í gæði svo að gestir og gangandi öðlist betri þekkingu á djúpstæðum tengslum náttúru okkar og menningar. [vi] www.telemarksforsking.no/publikasjoner/filer/2301.pdf [vii] Making our cities attractive and sustainable, How the EU contributes to improving the urban environment; ec.europa.eu/environment/europeangreencapital/wp-content/uploads/2011/08/Making-our-cities-attractive-and-sustainable.pdf [i] www.kulturkrumbach.at/ [ii] en.wikipedia.org/wiki/Place_brandingÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum um efnið var farið í gegn um mikilvægi þess að hlúa vel að ferðamannastöðum með faglegum vinnubrögðum og hvernig það skilaði sér í auknum tekjum og bættri ímynd landsins.Aðdráttarafl staða Með aukinni hnattvæðingu er farið að bera á því að samfélög taki sig saman um að þróa sérkenni staða í þeim tilgangi að þeir veki athygli og standi upp úr í stöðugt stærri hringiðu upplýsinga í heiminum. Markmiðið er einatt að laða fólk að, bæði ferðamenn og þá sem hafa hug á að setjast að. Það hefur einnig sýnt sig að sérkenni staða hafa oft jákvæð áhrif á staðarval fyrirtækja. Ástæðan er hin einfalda staðreynd að vel hannað umhverfi hefur jákvæð áhrif á vellíðan fólks. Á fagmáli skipulagsfræðinga er þetta kallað attractivity[vi], eða aðdráttarafl[vii] eins og það gæti útlagst á íslensku. Er það þá sett í samhengi við aukinn hagvöxt á svæðum sem verið er að þróa. Sérkenni staða er hægt að þróa út frá staðháttum, menningu, hefðum eða öðrum þáttum sem geta leitt til aukinnar búsetu, skapað atvinnutækifæri og þar af leiðandi eflt hagvöxt þegar til lengri tíma er litið. Hér á landi mættu menn kynna sér þá þætti sem lúta að aðlöðunarafli innan ferðamannageirans fyrst og fremst til að sporna við niðurníðslu, en einnig til að auka sjálfbærni ferðamannastaða. Þetta á bæði við um vistrænar og fjárhagslegar hliðar málsins vegna þess að ferðamannastaðir verða óhjákvæmilega að geta staðið undir sér. Hér þurfa stjórnvöld að útbúa kerfi til fjármögnunar á góðum og sjálfbærum verkefnum með hvötum sem verðlauna metnaðarfull áform, og sýna fordæmi í tengslum við þróun mikilvægra áfangastaða, meðal annars með því að nota góða hönnuði í verkin. Fjárfestingar af þessu tagi eru furðu fljótar að skila sér aftur til ríkissjóðs því að viðhaldskostnaður lækkar mikið í vel skipulögðu umhverfi og ánægðir ferðamenn skila auknum tekjum þegar upp er staðið.Vörumerking Mig langar til að enda þetta á lítilli frásögn af þorpinu Krumbach í fjallahéraðinu Vorarlberg í vesturhluta Austurríkis. Fyrir nokkrum árum ákváðu menn þar á bæ að ganga skrefi lengra en flestir í að vekja athygli á sér og hversu aðlaðandi staðurinn er. Svæðið er þekkt fyrir aldagamla byggingarhefð og notkun á sjálfbæru og staðbundnu byggingarefni. Haft var samband við forstöðumann arkitektasafns Austurríkis og var hann beðinn um að koma með tillögur að því hvernig menn gætu endurnýjað byggingarhefð staðarins. Eftir stutta umhugsun stakk hann upp á því að erlendir arkitektar yrðu ráðnir til að hanna strætóskýli sem gætu sýnt almenningi að hefð er ekki fast og óhagganlegt hugtak, heldur afurð stöðugrar þróunar. Með þessu sá hann að þorpið gæti styrkt ímynd sína sem sjálfbært og kolefnishlutlaust samfélag og gert það nánast að „vörumerki“ sínu. Var teiknistofa okkar þess aðnjótandi að taka þátt í þessu verkefni[i]. Hugmyndin um „vörumerkingu“ eða branding[ii] er ekki ný, en er farin að skjóta æ oftar upp kollinum í arkitektúr síðustu árin. Eru menn þá iðulega að notfæra sér arkitektinn í að túlka umhverfið beint eða óbeint innan fyrirfram ákveðins ramma. Aðferð þessa mætti einnig nota við þróun svæða á Íslandi enda búa flestir staðir á landinu yfir ógrynni af efniviði sem upplagt væri að miðla með aðstoð byggingarlistar. Vestfirðir hafa þegar farið af stað með að tengja svæðið við náttúrulaugar með aðstoð samstarfshópsins Vatnavina. Fleiri héruð mættu spreyta sig á svipuðu í framtíðinni og þar með gera menningu og náttúru Íslands aðgengilega og í senn aðlaðandi fyrir umheiminn. Í þessum þremur greinum hefur mikilvægi fjárfestinga í innviðum ferðamannaþjónustunnar á Íslandi verið rakið. Eins og mál standa eru gæði ferðamannastaða lítið í brennidepli og heildræna menningarstefnu ferðamannaiðnaðarins vantar. Snúa þarf áherslunum frá magni í gæði svo að gestir og gangandi öðlist betri þekkingu á djúpstæðum tengslum náttúru okkar og menningar. [vi] www.telemarksforsking.no/publikasjoner/filer/2301.pdf [vii] Making our cities attractive and sustainable, How the EU contributes to improving the urban environment; ec.europa.eu/environment/europeangreencapital/wp-content/uploads/2011/08/Making-our-cities-attractive-and-sustainable.pdf [i] www.kulturkrumbach.at/ [ii] en.wikipedia.org/wiki/Place_brandingÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun