Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta, hefur valið hópinn sem mætir Skotlandi og Úkraínu í byrjun október í undankeppni EM 2017.
Eyjólfur gerir aðeins eina breytingu frá hópnum sem mætti N-Írlandi og Frakklandi fyrr í þessum mánuði; FH-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason kemur inn fyrir Fjölnismanninn Hans Viktor Guðmundsson.
Ísland er í góðri stöðu í riðli 3 í undankeppninni. Íslenska liðið er í 3. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir Makedóníu og tveimur stigum á eftir Frakklandi. Ísland hefur hins vegar leikið einum leik færra en bæði Makedónía og Frakkland.
Með sigri í báðum leikjunum sem framundan eru getur Ísland tryggt sér sæti í lokakeppninni í Póllandi.
Leikurinn gegn Skotum er á Víkingsvelli 5. október næstkomandi. Sex dögum síðar mæta íslensku strákarnir Úkraínumönnum á Laugardalsvellinum.
Íslenski hópurinn er þannig skipaður:
Markmenn:
Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland
Frederik Schram, Roskilde
Anton Ari Einarsson, Valur
Aðrir leikmenn:
Orri Sigurður Ómarsson, Valur
Hjörtur Hermannsson, Bröndby
Aron Elís Þrándarson, Aalesund
Árni Vilhjálmsson, Breiðablik
Elías Már Ómarsson, IFK Gautaborg
Adam Örn Arnarsson, Aalesund
Böðvar Böðvarsson, FH
Oliver Sigurjónsson, Breiðablik
Ævar Ingi Jóhannesson, Stjarnan
Heiðar Ægisson, Stjarnan
Kristján Flóki Finnbogason, FH
Viðar Ari Jónsson, Fjölnir
Daníel Leó Grétarsson, Aalesund
Albert Guðmundsson, PSV Eindhoven
Óttar Magnús Karlsson, Víkingur R.
Davíð Kristján Ólafsson, Breiðablik
Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA
Eyjólfur velur hópinn fyrir lokaleikina í undankeppni EM 2017
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti



Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn



Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Fótbolti