Smári McCarthy um myndskeiðið: „Réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2016 17:49 Smári McCarthy, einn af stofnendum Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi, segir ummæli sín um atvinnuleysi hafa verið mistök. Sex ára gamalt myndskeið þar sem Smári segist vilja sjá atvinnuleysi í 40 til 50 prósentum hefur verið í dreifingu um netið að undanförnu. Smári segist ekki hafa komið orðum sínum nægilega vel frá sér og að sú gagnrýni sem hann hafi fengið sé réttmæt. „Það sem ég var að tala um þarna var í rauninni tvennt. Annars vegar það að fólk ætti að geta unnið miklu minna í dag. Þá meina ég ekki að einhver stór hluti af samfélaginu geti verið atvinnulaus heldur frekar að fólk geti dregið úr vinnunni sinni. […]Svo er hitt að það á ekki að koma til launaskerðingar heldur þvert á móti. Meirihluti af arðinum í samfélaginu á að geta farið til almennings. Þess vegna höfum við talað mikið um þessi borgaralaun og þess háttar,” segir Smári í Reykjavík síðdegis. Í myndbandinu segir Smári:„Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.” Smári tekur fram í viðtali við Reykjavík síðdegis að þessi ummæli hafi verið látin falla þremur árum áður en Píratar urðu að stjórnmálaflokki. Umrætt myndband hafi reglulega farið á flakk undanfarin ár. Hann segir ákveðinn hóp fólks koma myndbandinu í dreifingu til þess eins að koma höggi á sig. „Menn gera mistök og þetta var asnalega orðað hjá mér, ég viðurkenni það fúslega. En það er rosalega merkilegt að þetta myndband fer alltaf í dreifingu þegar það er verið að reyna að koma einhverju höggi á mig. Þetta er vissulega réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur þarna en ég vona allavega að ég nái að svara vel fyrir og í rauninni frábært að fá að tala um þessa stóri hluti, því þetta er ekki eitthvað sem kemur upp í hefðbundinni pólitískri umræðu,” segir hann. Hlusta má á viðtalið við Smára í spilaranum hér fyrir ofan, en umrætt myndband er hér fyrir neðan. X16 Suður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Smári McCarthy, einn af stofnendum Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi, segir ummæli sín um atvinnuleysi hafa verið mistök. Sex ára gamalt myndskeið þar sem Smári segist vilja sjá atvinnuleysi í 40 til 50 prósentum hefur verið í dreifingu um netið að undanförnu. Smári segist ekki hafa komið orðum sínum nægilega vel frá sér og að sú gagnrýni sem hann hafi fengið sé réttmæt. „Það sem ég var að tala um þarna var í rauninni tvennt. Annars vegar það að fólk ætti að geta unnið miklu minna í dag. Þá meina ég ekki að einhver stór hluti af samfélaginu geti verið atvinnulaus heldur frekar að fólk geti dregið úr vinnunni sinni. […]Svo er hitt að það á ekki að koma til launaskerðingar heldur þvert á móti. Meirihluti af arðinum í samfélaginu á að geta farið til almennings. Þess vegna höfum við talað mikið um þessi borgaralaun og þess háttar,” segir Smári í Reykjavík síðdegis. Í myndbandinu segir Smári:„Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.” Smári tekur fram í viðtali við Reykjavík síðdegis að þessi ummæli hafi verið látin falla þremur árum áður en Píratar urðu að stjórnmálaflokki. Umrætt myndband hafi reglulega farið á flakk undanfarin ár. Hann segir ákveðinn hóp fólks koma myndbandinu í dreifingu til þess eins að koma höggi á sig. „Menn gera mistök og þetta var asnalega orðað hjá mér, ég viðurkenni það fúslega. En það er rosalega merkilegt að þetta myndband fer alltaf í dreifingu þegar það er verið að reyna að koma einhverju höggi á mig. Þetta er vissulega réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur þarna en ég vona allavega að ég nái að svara vel fyrir og í rauninni frábært að fá að tala um þessa stóri hluti, því þetta er ekki eitthvað sem kemur upp í hefðbundinni pólitískri umræðu,” segir hann. Hlusta má á viðtalið við Smára í spilaranum hér fyrir ofan, en umrætt myndband er hér fyrir neðan.
X16 Suður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira