Óttast fjársvelti heilsugæslustöðva Sæunn Gísladóttir skrifar 27. september 2016 07:00 Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson segir gríðarlegan straum skjólstæðinga á Landspítalann því heilsugæslan hafi ekki getað tekið á þjónustuþörfinni í samfélaginu. vísir/hanna Taka á mikla fjármuni út úr heilsugæslustöðvum sem reknar eru af opinbera kerfinu á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir einkavæðingu heilsugæslukerfisins. Þetta er mat Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, svæðisstjóra og fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann sér fram á að skera niður um sextíu milljónir í þegar fjársveltu kerfi. Hann telur að féð fari í að fjármagna einkareknar stöðvar, og segist óttast meiri þynningu á þjónustu í kjölfar þess. Verið er að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og einkavæða kerfið að hluta. Opna á tvær nýjar heilsugæslustöðvar og taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem fjármagn á að fylgja skjólstæðingum að sænskri fyrirmynd. Þetta á að tryggja réttlátari dreifingu rekstrarfjár til starfsemi heilsugæslustöðva. „Ríkið gerir kröfulýsingu um starfsemina og borgar stofnkostnaðinn, einkaaðilar reka svo starfsemina á sínum forsendum,“ segir Ófeigur. „Það sem við höfum verulegar áhyggjur af, eftir að hafa séð fyrstu útreikninga, er að það sé ekki að koma fé inn í heilsugæsluna til að standa undir þessum breytingum, það eigi eingöngu að dreifa fénu á fleiri staði. Þetta þýðir niðurlagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini, sem er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Ófeigur. Ófeigur telur að þetta muni vinna þvert á endurreisn heilsugæslustöðvanna undanfarið ár, og muni auka álag á spítalana aftur. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál segir að í fjárlögum ársins 2016 hafi verið miðað við að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar tækju til starfa undir lok þessa árs og var gert ráð fyrir fjármögnun þeirra í þrjá mánuði 2016. Þau áform frestuðust. Tvær nýjar stöðvar taka til starfa 1. febrúar árið 2017. Það reyni því ekki á fjármögnun vegna þeirra fyrr en þá. Í tengslum við breytingar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi kom fram vilji til að styrkja heilsugæsluna um 300 til 400 milljónir króna á næsta ári. Nýtt kerfi miðist við að stöðvar fái greitt fyrir þá þjónustu sem þær veiti og því verði allar stöðvarnar jafnsettar þegar kemur að fjármögnun þeirra, óháð rekstrarformi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Taka á mikla fjármuni út úr heilsugæslustöðvum sem reknar eru af opinbera kerfinu á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir einkavæðingu heilsugæslukerfisins. Þetta er mat Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, svæðisstjóra og fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann sér fram á að skera niður um sextíu milljónir í þegar fjársveltu kerfi. Hann telur að féð fari í að fjármagna einkareknar stöðvar, og segist óttast meiri þynningu á þjónustu í kjölfar þess. Verið er að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og einkavæða kerfið að hluta. Opna á tvær nýjar heilsugæslustöðvar og taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem fjármagn á að fylgja skjólstæðingum að sænskri fyrirmynd. Þetta á að tryggja réttlátari dreifingu rekstrarfjár til starfsemi heilsugæslustöðva. „Ríkið gerir kröfulýsingu um starfsemina og borgar stofnkostnaðinn, einkaaðilar reka svo starfsemina á sínum forsendum,“ segir Ófeigur. „Það sem við höfum verulegar áhyggjur af, eftir að hafa séð fyrstu útreikninga, er að það sé ekki að koma fé inn í heilsugæsluna til að standa undir þessum breytingum, það eigi eingöngu að dreifa fénu á fleiri staði. Þetta þýðir niðurlagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini, sem er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Ófeigur. Ófeigur telur að þetta muni vinna þvert á endurreisn heilsugæslustöðvanna undanfarið ár, og muni auka álag á spítalana aftur. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál segir að í fjárlögum ársins 2016 hafi verið miðað við að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar tækju til starfa undir lok þessa árs og var gert ráð fyrir fjármögnun þeirra í þrjá mánuði 2016. Þau áform frestuðust. Tvær nýjar stöðvar taka til starfa 1. febrúar árið 2017. Það reyni því ekki á fjármögnun vegna þeirra fyrr en þá. Í tengslum við breytingar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi kom fram vilji til að styrkja heilsugæsluna um 300 til 400 milljónir króna á næsta ári. Nýtt kerfi miðist við að stöðvar fái greitt fyrir þá þjónustu sem þær veiti og því verði allar stöðvarnar jafnsettar þegar kemur að fjármögnun þeirra, óháð rekstrarformi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira