Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2016 17:30 Gunnar Nelson snýr aftur í búrið 19. nóvember. vísir/getty Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Suður-Kóreumanninum Dong Hyung Kim í SSE-höllinni í Belfast á Norður-Írlandi 19. nóvember. Gunnar kom sterkur til baka eftir tap gegn Demian Maia í desember á síðasta ári og pakkaði saman Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. Gunnar fær nú öðru sinni á ferlinum að vera stjarna kvöldsins, en hann og Dong berjast í aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember. Íslenski bardagakappinn er elskaður og dáður á Írlandi en hann er einskonar fóstursonur írsku þjóðarinnar þar sem hann hefur svo lengi dvalist og æft þar og er auðvitað góðvinur Conors McGregor, þjóðhetju Íranna. Gunnar hlakkar því eðlilega til að berjast í Belfast, en hann býst við fullri höll og miklum stuðningi eins og þegar hann afgreiddi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í Dyflinni. „Ég tel að þetta verði alveg eins núna. Írsku stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ég hef alltaf sagt að þegar höllin er full er ekkert fólk háværara en Írar. Þetta verður svakalegt,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í Belfast á dögunum. Gunnar er búinn að vinna tvo og tapa tveimur af síðustu fjórum bardögum og er því mikilvægt fyrir hann að vinna Dong. Hann vildi lítið spá í framtíðinni þegar írsku blaðamennirnir báðu hann um að velta henni fyrir sér. „Ég einbeiti mér alltaf á næsta verkefni. Þannig er betra að halda einbeitingu. Auðvitað lætur maður sig dreyma stundum um að maður gæti komist þangað eða þangað en síðan einbeiti ég mér bara að næsta bardaga aftur,“ sagði Gunnar. „Það eru margar mismunandi leiðir sem ég get farið. Hverja þeirra ég tek er ég ekki viss um enn þá en ég mun mun taka henni fagnandi,“ sagði Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sjá meira
Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Suður-Kóreumanninum Dong Hyung Kim í SSE-höllinni í Belfast á Norður-Írlandi 19. nóvember. Gunnar kom sterkur til baka eftir tap gegn Demian Maia í desember á síðasta ári og pakkaði saman Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. Gunnar fær nú öðru sinni á ferlinum að vera stjarna kvöldsins, en hann og Dong berjast í aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember. Íslenski bardagakappinn er elskaður og dáður á Írlandi en hann er einskonar fóstursonur írsku þjóðarinnar þar sem hann hefur svo lengi dvalist og æft þar og er auðvitað góðvinur Conors McGregor, þjóðhetju Íranna. Gunnar hlakkar því eðlilega til að berjast í Belfast, en hann býst við fullri höll og miklum stuðningi eins og þegar hann afgreiddi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í Dyflinni. „Ég tel að þetta verði alveg eins núna. Írsku stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ég hef alltaf sagt að þegar höllin er full er ekkert fólk háværara en Írar. Þetta verður svakalegt,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í Belfast á dögunum. Gunnar er búinn að vinna tvo og tapa tveimur af síðustu fjórum bardögum og er því mikilvægt fyrir hann að vinna Dong. Hann vildi lítið spá í framtíðinni þegar írsku blaðamennirnir báðu hann um að velta henni fyrir sér. „Ég einbeiti mér alltaf á næsta verkefni. Þannig er betra að halda einbeitingu. Auðvitað lætur maður sig dreyma stundum um að maður gæti komist þangað eða þangað en síðan einbeiti ég mér bara að næsta bardaga aftur,“ sagði Gunnar. „Það eru margar mismunandi leiðir sem ég get farið. Hverja þeirra ég tek er ég ekki viss um enn þá en ég mun mun taka henni fagnandi,“ sagði Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sjá meira
Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00
Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30
Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30