Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Heiðar Lind Hansson skrifar 26. september 2016 07:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk eins mánaðarlaun í bónus eins og aðrir starfsmenn KSÍ. Vísir/AFP Stjórn KSÍ hefur samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins launauppbót sökum álags í tengslum við þátttöku A-landsliðs karla á EM í Frakklandi í sumar. Uppbótin samsvarar mánaðarlaunum hvers starfsmanns. Í samtali við Fréttablaðið sagði Gylfi Þór Orrason gjaldkeri og formaður fjárhagsnefndar KSÍ að tillaga um launauppbótina hefði verið samþykkt í júlí, en Geir Þorsteinsson formaður bar upp tillöguna. Ekki var gert ráð fyrir greiðslu til hans í henni. Á stjórnarfundi í ágúst bar Gylfi fram tillögu fjárhagsnefndar þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn. Geir vék af fundi þegar tillagan var afgreidd. „Það var rosalega mikið álag á starfsfólkinu okkar í sumar,“ segir Gylfi um ákvörðunina.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.vísir/Anton Brink„Starfsfólk KSÍ hefur unnið langt umfram það sem umsamið er og þá var komið til móts við það eins og í öðrum fyrirtækjum,“ segir Geir Þorsteinsson. Hann segir greiðslurnar innan eðlilegra marka. Ekki fékkst gefið upp hversu háar greiðslurnar námu að krónutölu. Samkvæmt ársreikningi KSÍ 2015 námu laun og launatengd gjöld 136,1 milljón krónur og því má ætla að uppbótin nemi nokkrum milljónum króna. Samkvæmt tekjublaði DV námu laun Geirs 1.390 þúsund krónur á mánuði í fyrra. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta í hæsta máti óeðlilegt," segir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH um málið. Hann segir að KSÍ þurfi að upplýsa betur um hvaða heimildir séu fyrir greiðslunum og hvernig þær komu til. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins launauppbót sökum álags í tengslum við þátttöku A-landsliðs karla á EM í Frakklandi í sumar. Uppbótin samsvarar mánaðarlaunum hvers starfsmanns. Í samtali við Fréttablaðið sagði Gylfi Þór Orrason gjaldkeri og formaður fjárhagsnefndar KSÍ að tillaga um launauppbótina hefði verið samþykkt í júlí, en Geir Þorsteinsson formaður bar upp tillöguna. Ekki var gert ráð fyrir greiðslu til hans í henni. Á stjórnarfundi í ágúst bar Gylfi fram tillögu fjárhagsnefndar þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn. Geir vék af fundi þegar tillagan var afgreidd. „Það var rosalega mikið álag á starfsfólkinu okkar í sumar,“ segir Gylfi um ákvörðunina.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.vísir/Anton Brink„Starfsfólk KSÍ hefur unnið langt umfram það sem umsamið er og þá var komið til móts við það eins og í öðrum fyrirtækjum,“ segir Geir Þorsteinsson. Hann segir greiðslurnar innan eðlilegra marka. Ekki fékkst gefið upp hversu háar greiðslurnar námu að krónutölu. Samkvæmt ársreikningi KSÍ 2015 námu laun og launatengd gjöld 136,1 milljón krónur og því má ætla að uppbótin nemi nokkrum milljónum króna. Samkvæmt tekjublaði DV námu laun Geirs 1.390 þúsund krónur á mánuði í fyrra. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta í hæsta máti óeðlilegt," segir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH um málið. Hann segir að KSÍ þurfi að upplýsa betur um hvaða heimildir séu fyrir greiðslunum og hvernig þær komu til. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent