"Markið" í Ólafsvík: Fannst ég ekki gera neitt rangt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2016 16:31 vísir/hanna/stefán Umdeilt atvik átti sér stað í leik Víkings Ó. og KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum sló Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pape Mamadou Faye. Markið var hins vegar dæmt af en Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkings, var álitinn brotlegur. Ólsarar voru afar ósáttir við dóminn enda erfitt að sjá hvað Þorsteinn gerði sem verðskuldaði að dæmd yrði aukaspyrna á hann.Skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun „Mér fannst ég ekki gera neitt rangt. Við vorum í klafsi, ég, Stefán og Indriði [Sigurðsson],“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Indriði ýtir í mig, svo bakka ég og Stefán er allt í einu kominn ofan á mig og það er dæmd aukaspyrna á mig. Ég veit ekki hvað Erlendur [Eiríksson, dómari leiksins] sá þarna. Hvert á ég að fara? Hvað á ég að gera? Ég skil ekki af hverju hann dæmdi aukaspyrnu á mig.“ Svo virtist sem Erlendur hafi fyrst dæmt mark en hætt svo við og breytt dómnum í aukaspyrnu. „Ég hélt hann hefði dæmt mark fyrst. Ég skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun. Ég átta mig ekki á því,“ sagði Þorsteinn.Sterkir strákar Stefán Logi hafði aðra sýn á atvikið umdeilda. „Þeir áttu tvö horn áður. Steini vinnur nú við að temja hesta, þannig að hann er nautsterkur og frábær strákur. Ég er líka svolítið sterkur sjálfur en reglurnar eru þannig að það má ekki ýta,“ sagði Stefán Logi. „Hann byrjar á því að labba með mig inn í markið. Það var s.s. ekkert brot þegar ég hoppa upp en brotið átti sér stað á undan því og dómarinn dæmdi kannski á það,“ bætti markvörðurinn við.Léttast að kenna dómurunum um Ólsarar hafa verið ósáttir við dómgæsluna í nokkrum leikjum að undanförnu og telja á sig hallað. En hvernig lítur fyrirliðinn á málið? „Það er alltaf léttast að kenna dómurunum um en það eru stór atvik í síðustu leikjum sem hafa ekki fallið með okkur. Það voru augljóslega rangar ákvarðanir. En við þurfum að líta í eigin barm og mæta sterkir til leiks gegn Stjörnunni,“ sagði Þorsteinn að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Umdeilt atvik átti sér stað í leik Víkings Ó. og KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum sló Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pape Mamadou Faye. Markið var hins vegar dæmt af en Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkings, var álitinn brotlegur. Ólsarar voru afar ósáttir við dóminn enda erfitt að sjá hvað Þorsteinn gerði sem verðskuldaði að dæmd yrði aukaspyrna á hann.Skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun „Mér fannst ég ekki gera neitt rangt. Við vorum í klafsi, ég, Stefán og Indriði [Sigurðsson],“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Indriði ýtir í mig, svo bakka ég og Stefán er allt í einu kominn ofan á mig og það er dæmd aukaspyrna á mig. Ég veit ekki hvað Erlendur [Eiríksson, dómari leiksins] sá þarna. Hvert á ég að fara? Hvað á ég að gera? Ég skil ekki af hverju hann dæmdi aukaspyrnu á mig.“ Svo virtist sem Erlendur hafi fyrst dæmt mark en hætt svo við og breytt dómnum í aukaspyrnu. „Ég hélt hann hefði dæmt mark fyrst. Ég skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun. Ég átta mig ekki á því,“ sagði Þorsteinn.Sterkir strákar Stefán Logi hafði aðra sýn á atvikið umdeilda. „Þeir áttu tvö horn áður. Steini vinnur nú við að temja hesta, þannig að hann er nautsterkur og frábær strákur. Ég er líka svolítið sterkur sjálfur en reglurnar eru þannig að það má ekki ýta,“ sagði Stefán Logi. „Hann byrjar á því að labba með mig inn í markið. Það var s.s. ekkert brot þegar ég hoppa upp en brotið átti sér stað á undan því og dómarinn dæmdi kannski á það,“ bætti markvörðurinn við.Léttast að kenna dómurunum um Ólsarar hafa verið ósáttir við dómgæsluna í nokkrum leikjum að undanförnu og telja á sig hallað. En hvernig lítur fyrirliðinn á málið? „Það er alltaf léttast að kenna dómurunum um en það eru stór atvik í síðustu leikjum sem hafa ekki fallið með okkur. Það voru augljóslega rangar ákvarðanir. En við þurfum að líta í eigin barm og mæta sterkir til leiks gegn Stjörnunni,“ sagði Þorsteinn að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti