Leaves endurvinnur lagið Breathe Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. september 2016 17:23 Fimmtán ár eru liðin frá því að hljómsveitin Leaves gaf fyrst út lagið Breathe. Sú útgáfa hafði töluverð áhrif á líf Arnars Guðjónssonar og félaga hans í hljómsveitinni en sveitin náði á krafti lagsins strax athygli erlendra plötufyrirtækja. Stuttu síðar gerði Leaves sinn fyrsta útgáfusamning við erlent plötufyriræki en þeir áttu eftir að verða fleiri á ferli sveitarinnar. Í dag fagnar sveitin afmæli lagsins með því að gefa út splunkunýja útgáfu af því sem fáanleg verður á öllum helstu tónlistarveitum og á Youtube.Nýju útgáfuna má heyra hér fyrir ofan.Afslappaðri útgáfa„Þetta er fyrsta lagið sem ég samdi en hljómsveitin varð eiginlega til í framhaldinu á þessu lagi,“ segir Arnar. „Þetta lag setti svolítið tóninn um það sem ég fór svo að gera næstu árin sem fylgdu.“ Nýja útgáfan er nokkuð lágstemmdari en sú fyrri en nálgunin er þó nokkuð ólík gömlu útgáfunni. „Þessi er aðeins afslappaðri. Þegar ég bar þessa útgáfu saman við þá gömlu þá brá mér hvað hin var stressaðri. Það er misjafnt hvernig maður nálgast hlutina á hverjum tíma.“ Þetta er í þriðja skiptið sem Leaves hljóðritar þetta lag. Fyrsta útgáfan kom út sem smáskífa en svo var hljóðrituð önnur útgáfa fyrir fyrstu breiðskífu sveitarinnar erlendis. „Önnur ástæða fyrir því að ég vildi hljóðrita þetta lag aftur er að það er mjög erfitt að finna gömlu útgáfurnar á netinu. Þau eru ekki inn á Spotify og við eigum ekki réttindin á gömlu hljóðupptökunum. Við megum því ekki vera að dreifa þeim sjálfir. Þannig að núna er þá komin útgáfa sem við getum gert það við sem við viljum.“Von á meiru frá LeavesLeaves er enn starfandi þó lítið hafi farið fyrir hljómsveitinni síðustu mánuði. Í fyrra fór hljómsveitin í tónleikaferð um Kína og Arnar tekur ekki fyrir það að hljómsveitin spýti í lófana í kjölfar afmælisins. Arnar tekur heldur ekki fyrir að Leaves muni hljóðrita fleiri eldri lög upp á nýtt til þess að gera aðgengileg á netinu. Liðsmenn Leaves eru uppteknir við hina ýmsu hluti. Arnar er þessa daganna að stýra upptökum á nýrri breiðskífu Ham með því að vinna eigin sólóplötu. Hljómsveitin Náttfari, sem inniheldur einnig liðsmenn Leaves, er svo að undirbúa útgáfu nýrrar plötu.Eldri útgáfu lagsins Breathe má svo heyra hér fyrir neðan vilji menn gera samanburð. Tónlist Tengdar fréttir Leaves: Poppararnir í Panamaskjölunum Liðsmönnum Leaves var ráðlagt árið 2002 að stofna aflandsfélag af breskri umboðsskrifstofu hljómsveitarinnar. 10. maí 2016 13:43 Gulli Briem fagnar plötunni Liberté Hljómsveit trommuleikarans Gulla Briem, Earth Affair, fagnar útgáfu plötunnar Liberté sem kom út nýlega, með glæsilegum útgáfutónleikum í Gamla bíói 20. október. 20. september 2016 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Sjá meira
Fimmtán ár eru liðin frá því að hljómsveitin Leaves gaf fyrst út lagið Breathe. Sú útgáfa hafði töluverð áhrif á líf Arnars Guðjónssonar og félaga hans í hljómsveitinni en sveitin náði á krafti lagsins strax athygli erlendra plötufyrirtækja. Stuttu síðar gerði Leaves sinn fyrsta útgáfusamning við erlent plötufyriræki en þeir áttu eftir að verða fleiri á ferli sveitarinnar. Í dag fagnar sveitin afmæli lagsins með því að gefa út splunkunýja útgáfu af því sem fáanleg verður á öllum helstu tónlistarveitum og á Youtube.Nýju útgáfuna má heyra hér fyrir ofan.Afslappaðri útgáfa„Þetta er fyrsta lagið sem ég samdi en hljómsveitin varð eiginlega til í framhaldinu á þessu lagi,“ segir Arnar. „Þetta lag setti svolítið tóninn um það sem ég fór svo að gera næstu árin sem fylgdu.“ Nýja útgáfan er nokkuð lágstemmdari en sú fyrri en nálgunin er þó nokkuð ólík gömlu útgáfunni. „Þessi er aðeins afslappaðri. Þegar ég bar þessa útgáfu saman við þá gömlu þá brá mér hvað hin var stressaðri. Það er misjafnt hvernig maður nálgast hlutina á hverjum tíma.“ Þetta er í þriðja skiptið sem Leaves hljóðritar þetta lag. Fyrsta útgáfan kom út sem smáskífa en svo var hljóðrituð önnur útgáfa fyrir fyrstu breiðskífu sveitarinnar erlendis. „Önnur ástæða fyrir því að ég vildi hljóðrita þetta lag aftur er að það er mjög erfitt að finna gömlu útgáfurnar á netinu. Þau eru ekki inn á Spotify og við eigum ekki réttindin á gömlu hljóðupptökunum. Við megum því ekki vera að dreifa þeim sjálfir. Þannig að núna er þá komin útgáfa sem við getum gert það við sem við viljum.“Von á meiru frá LeavesLeaves er enn starfandi þó lítið hafi farið fyrir hljómsveitinni síðustu mánuði. Í fyrra fór hljómsveitin í tónleikaferð um Kína og Arnar tekur ekki fyrir það að hljómsveitin spýti í lófana í kjölfar afmælisins. Arnar tekur heldur ekki fyrir að Leaves muni hljóðrita fleiri eldri lög upp á nýtt til þess að gera aðgengileg á netinu. Liðsmenn Leaves eru uppteknir við hina ýmsu hluti. Arnar er þessa daganna að stýra upptökum á nýrri breiðskífu Ham með því að vinna eigin sólóplötu. Hljómsveitin Náttfari, sem inniheldur einnig liðsmenn Leaves, er svo að undirbúa útgáfu nýrrar plötu.Eldri útgáfu lagsins Breathe má svo heyra hér fyrir neðan vilji menn gera samanburð.
Tónlist Tengdar fréttir Leaves: Poppararnir í Panamaskjölunum Liðsmönnum Leaves var ráðlagt árið 2002 að stofna aflandsfélag af breskri umboðsskrifstofu hljómsveitarinnar. 10. maí 2016 13:43 Gulli Briem fagnar plötunni Liberté Hljómsveit trommuleikarans Gulla Briem, Earth Affair, fagnar útgáfu plötunnar Liberté sem kom út nýlega, með glæsilegum útgáfutónleikum í Gamla bíói 20. október. 20. september 2016 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Sjá meira
Leaves: Poppararnir í Panamaskjölunum Liðsmönnum Leaves var ráðlagt árið 2002 að stofna aflandsfélag af breskri umboðsskrifstofu hljómsveitarinnar. 10. maí 2016 13:43
Gulli Briem fagnar plötunni Liberté Hljómsveit trommuleikarans Gulla Briem, Earth Affair, fagnar útgáfu plötunnar Liberté sem kom út nýlega, með glæsilegum útgáfutónleikum í Gamla bíói 20. október. 20. september 2016 10:00