Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2016 21:45 Áform Fiskeldis Austfjarða um stóraukið laxeldi kalla á tugi nýrra starfsmanna á næstu árum og gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf í fjórðungnum. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys, segja að þessu fylgi gríðarleg mengun og að óhjákvæmilegt sé að laxar sleppi út. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Brynjólf Einarsson, stöðvarstjóra Fiskeldis Austfjarða, og Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest í Heydölum í Breiðdal. Í höfninni á Djúpavogi mátti sjá gamlan netabát, Sænes, leggja af stað. Ætla mátti að hann væri á leiðinni í hefðbundinn róður. Nei, í stað þess að beygja út á haf lá leið hans inn á Berufjörð, að kvíum Fiskeldis Austfjarða. Gamli netabáturinn veiðir nefnilega ekki lengur fiskinn heldur sækir hann í eldiskvíar og flytur til vinnslu hjá Búlandstindi. Reyndar tengdist sú athafnasemi sem við sáum í höfninni þennan septembermorgun öll fiskeldinu því samtímis var verið að búa þjónustubátinn Sigurrós til brottfarar út að kvíunum. Tilkoma fiskeldisins þýðir meðal annars að nýjar tegundir báta sjást nú í höfnum, eins og tvíbytnur.Frá eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða á Berufirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var fyrir tæpu ári sem eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs, MNH-Holding, keypti helmingshlut í starfsemi Fiskeldis Austfjarða. Innkomu þessara norsku fjárfesta hefur fylgt innspýting fjármagns sem nú sér stað í nýjum tækjum og tólum. Djúpivogur varð fyrir áfalli fyrir tveimur árum þegar Vísir í Grindavík ákvað að hætta þar allri fiskvinnslu. Fyrirtæki í eigu heimamanna, Ósnes, tók þá höndum saman með Fiskeldi Austfjarða um að taka yfir Búlandstind. Í umfjöllun Stöðvar 2 voru rifjuð upp orð sem féllu í viðtölum í ágúst í fyrra við Elís Grétarsson, framkvæmdastjóra Búlandstinds ehf., og Andrés Skúlason, oddvita Djúpavogshrepps, en þeir sögðust báðir binda vonir við fiskeldið fyrir byggðarlagið. Fiskeldismenn segjast ekki finna fyrir öðru en jákvæðu viðmóti. „Það eru allir mjög hlynntir þessu. Þetta náttúrlega heldur uppi mörgum fjölskyldum á staðnum og eykur atvinnu og fjölbreytileikann,” sagði Brynjólfur.Eldisfiskurinn er unninn í fiskvinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Starfsmenn Fiskeldis Austfjarða á Djúpavogi eru nú sextán talsins en Brynjólfur segir að ráða þurfi tíu til fimmtán manns til viðbótar á næsta ári. Það vanti hins vegar íbúðarhúsnæði og það hamli því að fólk fáist á staðinn. Fiskeldi Austfjarða hefur þegar leyfi til að ala ellefu þúsund tonn af laxi í sjókvíum en hefur sótt um 43 þúsund tonn til viðbótar á fleiri fjörðum Austfjarða, sem kallar á enn fleiri störf. Brynjólfur vonast til að þetta verði orðinn 50 manna vinnustaður eftir fimm ár eða svo. Hjá Fiskeldi Austfjarða telja menn sig vera tveimur árum á eftir Vestfirðingum. Íslendingar eru hins vegar skammt á veg komnir miðað við Noreg, þar sem eldisfiskur er orðinn 70 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða. Og í Færeyjum er laxeldi orðið mikilvægasti atvinnuvegurinn en eldislax nam 48 prósentum af gjaldeyristekjum Færeyinga á fyrri hluta þessa árs. En það eru ekki allir hrifnir. Fyrir austan heyrast einnig raddir sem lýsa verulegum áhyggjum. Sóknarpresturinn Gunnlaugur Stefánsson fer þar fremstur en kirkjujörðin Heydalir á langstærsta hlutinn í veiðihlunnindum Breiðdalsár, eða 27,5 prósent. Veiðifélag Breiðdælinga ályktaði í sumar harðlega gegn laxeldisáformunum. „Við höfum verulegar áhyggjur af áformum um aukið fiskeldi hér í fjörðum á Austurlandi,” segir Gunnlaugur. Hann segir áætlanir um að framleiða þar allt að 75 þúsund tonn af laxi. „Og ef það gerist er náttúrlega alveg ljóst að villtir laxastofnar hér, og umhverfis landið, þeir verða dauðir. Þetta fjallar um líf og dauða fyrir villta laxastofninn,” segir Gunnlaugur. „Við förum eftir reglum og reynum allt til þess að engin slys verði, - lentum í einu slysi en sem betur fer var það regnbogasilungur, sem mun ekki valda neinum usla hérna,” segir Brynjólfur. Fyrir tólf árum tók landbúnaðarráðherra þá stefnumarkandi ákvörðun að banna laxeldi í sjó í nágrenni helstu laxveiðisvæða landsins. Bannið nær til Faxaflóa, Breiðafjarðar og stærsta hluta Norður- og Norðausturlands en leyfa má sjókvíaeldi á Vestfjörðum, í Eyjafirði, Öxarfirði og á Austfjörðum. Þetta var hugsað sem málamiðlun, en veiðiréttareigendur er ósáttir. Gunnlaugur kveðst þó ekki vera á móti fiskeldi, svo fremi að það sé í lokuðum kvíum á landi en ekki í sjókvíum. Nánar í níu mínútna langri umfjöllun Stöðvar 2, sem sjá má hér og í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28 Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Leita til dómstóla vegna laxeldisáforma Landssamband veiðifélaga (LV) hefur sent Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði harðort bréf þar sem skorað er á fyrirtækið að láta af áformum um sjókvíaeldi norskra laxa í Ísafjarðardjúpi. Bréfið er sent í tilefni þess að HG hefur auglýst drög að matsáætlun fyrir 6.800 tonna laxeldi á sex svæðum í Ísafjarðardjúpi. 28. desember 2015 08:00 Fjárfestingabylgja í íslensku fiskeldi Mikil fjárfestingabylgja stendur yfir í fiskeldi hér á landi. Gangi áætlanir eftir mun framleiðslan aukast mikið á næstu árum og áratugum en langur og hlykkjóttur vegur er framundan við að byggja upp fiskeldi í sjókvíum á Íslandi. Erlend fjárfesting leitar í greinina í meira mæli en áður. 19. nóvember 2015 07:00 Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks Sjókvíaeldisfyrirtæki hafa óskað eftir því að geta framleitt um 150 þúsund tonn af eldisfiski árlega. Vöxturinn er í laxeldi í sjó. Nú eru fimmtán þúsund tonn framleidd af fiski á ári. Um fjögur hundruð störf eru í greininni og á 22. september 2016 07:00 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Áform Fiskeldis Austfjarða um stóraukið laxeldi kalla á tugi nýrra starfsmanna á næstu árum og gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf í fjórðungnum. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys, segja að þessu fylgi gríðarleg mengun og að óhjákvæmilegt sé að laxar sleppi út. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Brynjólf Einarsson, stöðvarstjóra Fiskeldis Austfjarða, og Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest í Heydölum í Breiðdal. Í höfninni á Djúpavogi mátti sjá gamlan netabát, Sænes, leggja af stað. Ætla mátti að hann væri á leiðinni í hefðbundinn róður. Nei, í stað þess að beygja út á haf lá leið hans inn á Berufjörð, að kvíum Fiskeldis Austfjarða. Gamli netabáturinn veiðir nefnilega ekki lengur fiskinn heldur sækir hann í eldiskvíar og flytur til vinnslu hjá Búlandstindi. Reyndar tengdist sú athafnasemi sem við sáum í höfninni þennan septembermorgun öll fiskeldinu því samtímis var verið að búa þjónustubátinn Sigurrós til brottfarar út að kvíunum. Tilkoma fiskeldisins þýðir meðal annars að nýjar tegundir báta sjást nú í höfnum, eins og tvíbytnur.Frá eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða á Berufirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var fyrir tæpu ári sem eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs, MNH-Holding, keypti helmingshlut í starfsemi Fiskeldis Austfjarða. Innkomu þessara norsku fjárfesta hefur fylgt innspýting fjármagns sem nú sér stað í nýjum tækjum og tólum. Djúpivogur varð fyrir áfalli fyrir tveimur árum þegar Vísir í Grindavík ákvað að hætta þar allri fiskvinnslu. Fyrirtæki í eigu heimamanna, Ósnes, tók þá höndum saman með Fiskeldi Austfjarða um að taka yfir Búlandstind. Í umfjöllun Stöðvar 2 voru rifjuð upp orð sem féllu í viðtölum í ágúst í fyrra við Elís Grétarsson, framkvæmdastjóra Búlandstinds ehf., og Andrés Skúlason, oddvita Djúpavogshrepps, en þeir sögðust báðir binda vonir við fiskeldið fyrir byggðarlagið. Fiskeldismenn segjast ekki finna fyrir öðru en jákvæðu viðmóti. „Það eru allir mjög hlynntir þessu. Þetta náttúrlega heldur uppi mörgum fjölskyldum á staðnum og eykur atvinnu og fjölbreytileikann,” sagði Brynjólfur.Eldisfiskurinn er unninn í fiskvinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Starfsmenn Fiskeldis Austfjarða á Djúpavogi eru nú sextán talsins en Brynjólfur segir að ráða þurfi tíu til fimmtán manns til viðbótar á næsta ári. Það vanti hins vegar íbúðarhúsnæði og það hamli því að fólk fáist á staðinn. Fiskeldi Austfjarða hefur þegar leyfi til að ala ellefu þúsund tonn af laxi í sjókvíum en hefur sótt um 43 þúsund tonn til viðbótar á fleiri fjörðum Austfjarða, sem kallar á enn fleiri störf. Brynjólfur vonast til að þetta verði orðinn 50 manna vinnustaður eftir fimm ár eða svo. Hjá Fiskeldi Austfjarða telja menn sig vera tveimur árum á eftir Vestfirðingum. Íslendingar eru hins vegar skammt á veg komnir miðað við Noreg, þar sem eldisfiskur er orðinn 70 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða. Og í Færeyjum er laxeldi orðið mikilvægasti atvinnuvegurinn en eldislax nam 48 prósentum af gjaldeyristekjum Færeyinga á fyrri hluta þessa árs. En það eru ekki allir hrifnir. Fyrir austan heyrast einnig raddir sem lýsa verulegum áhyggjum. Sóknarpresturinn Gunnlaugur Stefánsson fer þar fremstur en kirkjujörðin Heydalir á langstærsta hlutinn í veiðihlunnindum Breiðdalsár, eða 27,5 prósent. Veiðifélag Breiðdælinga ályktaði í sumar harðlega gegn laxeldisáformunum. „Við höfum verulegar áhyggjur af áformum um aukið fiskeldi hér í fjörðum á Austurlandi,” segir Gunnlaugur. Hann segir áætlanir um að framleiða þar allt að 75 þúsund tonn af laxi. „Og ef það gerist er náttúrlega alveg ljóst að villtir laxastofnar hér, og umhverfis landið, þeir verða dauðir. Þetta fjallar um líf og dauða fyrir villta laxastofninn,” segir Gunnlaugur. „Við förum eftir reglum og reynum allt til þess að engin slys verði, - lentum í einu slysi en sem betur fer var það regnbogasilungur, sem mun ekki valda neinum usla hérna,” segir Brynjólfur. Fyrir tólf árum tók landbúnaðarráðherra þá stefnumarkandi ákvörðun að banna laxeldi í sjó í nágrenni helstu laxveiðisvæða landsins. Bannið nær til Faxaflóa, Breiðafjarðar og stærsta hluta Norður- og Norðausturlands en leyfa má sjókvíaeldi á Vestfjörðum, í Eyjafirði, Öxarfirði og á Austfjörðum. Þetta var hugsað sem málamiðlun, en veiðiréttareigendur er ósáttir. Gunnlaugur kveðst þó ekki vera á móti fiskeldi, svo fremi að það sé í lokuðum kvíum á landi en ekki í sjókvíum. Nánar í níu mínútna langri umfjöllun Stöðvar 2, sem sjá má hér og í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28 Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Leita til dómstóla vegna laxeldisáforma Landssamband veiðifélaga (LV) hefur sent Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði harðort bréf þar sem skorað er á fyrirtækið að láta af áformum um sjókvíaeldi norskra laxa í Ísafjarðardjúpi. Bréfið er sent í tilefni þess að HG hefur auglýst drög að matsáætlun fyrir 6.800 tonna laxeldi á sex svæðum í Ísafjarðardjúpi. 28. desember 2015 08:00 Fjárfestingabylgja í íslensku fiskeldi Mikil fjárfestingabylgja stendur yfir í fiskeldi hér á landi. Gangi áætlanir eftir mun framleiðslan aukast mikið á næstu árum og áratugum en langur og hlykkjóttur vegur er framundan við að byggja upp fiskeldi í sjókvíum á Íslandi. Erlend fjárfesting leitar í greinina í meira mæli en áður. 19. nóvember 2015 07:00 Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks Sjókvíaeldisfyrirtæki hafa óskað eftir því að geta framleitt um 150 þúsund tonn af eldisfiski árlega. Vöxturinn er í laxeldi í sjó. Nú eru fimmtán þúsund tonn framleidd af fiski á ári. Um fjögur hundruð störf eru í greininni og á 22. september 2016 07:00 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28
Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. 23. nóvember 2015 21:30
Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45
Leita til dómstóla vegna laxeldisáforma Landssamband veiðifélaga (LV) hefur sent Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði harðort bréf þar sem skorað er á fyrirtækið að láta af áformum um sjókvíaeldi norskra laxa í Ísafjarðardjúpi. Bréfið er sent í tilefni þess að HG hefur auglýst drög að matsáætlun fyrir 6.800 tonna laxeldi á sex svæðum í Ísafjarðardjúpi. 28. desember 2015 08:00
Fjárfestingabylgja í íslensku fiskeldi Mikil fjárfestingabylgja stendur yfir í fiskeldi hér á landi. Gangi áætlanir eftir mun framleiðslan aukast mikið á næstu árum og áratugum en langur og hlykkjóttur vegur er framundan við að byggja upp fiskeldi í sjókvíum á Íslandi. Erlend fjárfesting leitar í greinina í meira mæli en áður. 19. nóvember 2015 07:00
Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks Sjókvíaeldisfyrirtæki hafa óskað eftir því að geta framleitt um 150 þúsund tonn af eldisfiski árlega. Vöxturinn er í laxeldi í sjó. Nú eru fimmtán þúsund tonn framleidd af fiski á ári. Um fjögur hundruð störf eru í greininni og á 22. september 2016 07:00
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21