Okkar sameiginlegi sjóður Fjölnir Sæmundsson skrifar 23. september 2016 07:00 Í fréttum undanfarið hefur mátt lesa um vonir margra um betra og réttlátara samfélag. Algeng ósk er að heilbrigðiskerfið verði endurreist og að kostnaður sjúklinga lækki. Margir leggja áherslu á að bætur til eldri borgara og öryrkja verði að hækka til þess að þessir hópar geti lifað mannsæmandi lífi. Margar stofnanir samfélagsins segjast á sama tíma búa við svo alvarlegan fjárskort að þær geti vart rekið sig. Við þessar aðstæður hlýtur maður að spyrja sig hvort það samfélag sem við höfum verið að byggja upp undanfarna áratugi gangi einfaldlega upp. Í þessu ástandi þar sem stór hluti almennings kallar eftir aukinni aðstoð ríkis og sveitarfélaga vekur það furðu mína að á sama tíma séu hópar fólks sem vilji lækka tekjur ríkisins. Talað er um að nauðsynlegt sé að lækka skatta og gjöld hjá atvinnulífinu jafnvel þótt ógnargróði bæði fjármála- og sjávarútvegsfyrirtækja blasi við. Sumir sem gera sig gildandi í umræðunni virðast ekki vilja sjá tengsl á milli skattheimtu og möguleika okkar á því að byggja upp réttlátt samfélag. Margir virðast líta á skatta sem refsingu og vilja ekki átta sig á því að fyrir þá upphæð sem þeir greiða í skatt séu þeir að greiða fyrir þá þjónustu. Þingmenn, varaþingmenn og væntanlega frambjóðendur vara við skattpíningu ef aðrir flokkar en þeir sem nú stjórna komast til valda. Sagt er að skattgreiðendur verði að halda fast um budduna og að ríkið ætli að seilast í vasa þeirra. Þegar fólk sem svona skrifar er spurt hvernig eigi að bæta hag ríkisins eða bæta heilbrigðiskerfið er talað um hagræðingu eða hið útþynnta hugtak að skoða hlutina heildstætt. Því miður er það svo að eina hagræðingin sem ég, sem einn úr hópi skattgreiðenda, man eftir var lækkun auðlindagjalds í sjávarútvegi sem ég sé ekki að hafi skilað sér í bættum hag ríkissjóðs. Það sem truflar mig í umræðunni um vandamál okkar samfélags er skortur á vilja margra að geiða skatta. Viðhorfið til skattheimtu virðist almennt vera að verið sé, með ósanngjörnum hætti, að lækka ráðstöfunartekjur fólks. Mín skoðun er að fólk ætti heldur að sjá það sem fjárfest er fyrir skattfé okkar. Það er borin von að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ókeypis ef fólk er ekki tilbúið að greiða skatta. Snýst um siðferði Að þessu sögðu blasir við sú sorglega staðreynd að stór hópur fólks reynir með ýmsum ráðum að komast undan skattgreiðslum. Lögmenn og aðrir ráðgjafar hafa látið hafa eftir sér að það sé ekki ólöglegt að komast undan því að greiða skatt með því að nýta sér glufur í skattkerfinu. Það er jafnvel svo að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa legið undir grun um að komast hjá skattgreiðslum. Í mínum huga snýst umræðan um skattaundanskot, aflandsfélög eða skattaskjól ekki bara um lög heldur einnig og ekki síður um siðferði. Þetta er spurning um siðferði hvers og eins. Hvort hann er tilbúinn til að taka þátt í að byggja um samfélagið og sjá til þess að þeir sem eru hjálpar þurfi geti lifað með reisn? Ég tel afar mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að afstaða til skattheimtu snýst um lífssýn. Mín lífssýn er sú að mér þykir sanngjarnt að ég greiði hærri skatt en sá sem hefur lægri tekjur en ég. Í stéttarfélagi mínu greiði ég hærri krónutölu í félagsgjöld en þeir sem eru á lægri launum. Mér þykir það sjálfsagt og á undan mér voru aðrir sem greiddu meira. Með því að skila mínu til samfélagsins lít ég þannig á að ég sé að skapa frelsi fyrir marga hópa þess. Góðar tekjur ríkisins skapa aukin gæði í samfélaginu sem í framhaldinu skapa ólíkum hópum frelsi til að standa betur fjárhagslega. Þeir sem segjast vilja auka hagsæld þeirra sem standa höllum fæti geta ekki á sama tíma talað um að lækka tekjur ríkisins eða reynt að koma sjálfum sér undan skattgreiðslum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölnir Sæmundsson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarið hefur mátt lesa um vonir margra um betra og réttlátara samfélag. Algeng ósk er að heilbrigðiskerfið verði endurreist og að kostnaður sjúklinga lækki. Margir leggja áherslu á að bætur til eldri borgara og öryrkja verði að hækka til þess að þessir hópar geti lifað mannsæmandi lífi. Margar stofnanir samfélagsins segjast á sama tíma búa við svo alvarlegan fjárskort að þær geti vart rekið sig. Við þessar aðstæður hlýtur maður að spyrja sig hvort það samfélag sem við höfum verið að byggja upp undanfarna áratugi gangi einfaldlega upp. Í þessu ástandi þar sem stór hluti almennings kallar eftir aukinni aðstoð ríkis og sveitarfélaga vekur það furðu mína að á sama tíma séu hópar fólks sem vilji lækka tekjur ríkisins. Talað er um að nauðsynlegt sé að lækka skatta og gjöld hjá atvinnulífinu jafnvel þótt ógnargróði bæði fjármála- og sjávarútvegsfyrirtækja blasi við. Sumir sem gera sig gildandi í umræðunni virðast ekki vilja sjá tengsl á milli skattheimtu og möguleika okkar á því að byggja upp réttlátt samfélag. Margir virðast líta á skatta sem refsingu og vilja ekki átta sig á því að fyrir þá upphæð sem þeir greiða í skatt séu þeir að greiða fyrir þá þjónustu. Þingmenn, varaþingmenn og væntanlega frambjóðendur vara við skattpíningu ef aðrir flokkar en þeir sem nú stjórna komast til valda. Sagt er að skattgreiðendur verði að halda fast um budduna og að ríkið ætli að seilast í vasa þeirra. Þegar fólk sem svona skrifar er spurt hvernig eigi að bæta hag ríkisins eða bæta heilbrigðiskerfið er talað um hagræðingu eða hið útþynnta hugtak að skoða hlutina heildstætt. Því miður er það svo að eina hagræðingin sem ég, sem einn úr hópi skattgreiðenda, man eftir var lækkun auðlindagjalds í sjávarútvegi sem ég sé ekki að hafi skilað sér í bættum hag ríkissjóðs. Það sem truflar mig í umræðunni um vandamál okkar samfélags er skortur á vilja margra að geiða skatta. Viðhorfið til skattheimtu virðist almennt vera að verið sé, með ósanngjörnum hætti, að lækka ráðstöfunartekjur fólks. Mín skoðun er að fólk ætti heldur að sjá það sem fjárfest er fyrir skattfé okkar. Það er borin von að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ókeypis ef fólk er ekki tilbúið að greiða skatta. Snýst um siðferði Að þessu sögðu blasir við sú sorglega staðreynd að stór hópur fólks reynir með ýmsum ráðum að komast undan skattgreiðslum. Lögmenn og aðrir ráðgjafar hafa látið hafa eftir sér að það sé ekki ólöglegt að komast undan því að greiða skatt með því að nýta sér glufur í skattkerfinu. Það er jafnvel svo að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa legið undir grun um að komast hjá skattgreiðslum. Í mínum huga snýst umræðan um skattaundanskot, aflandsfélög eða skattaskjól ekki bara um lög heldur einnig og ekki síður um siðferði. Þetta er spurning um siðferði hvers og eins. Hvort hann er tilbúinn til að taka þátt í að byggja um samfélagið og sjá til þess að þeir sem eru hjálpar þurfi geti lifað með reisn? Ég tel afar mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að afstaða til skattheimtu snýst um lífssýn. Mín lífssýn er sú að mér þykir sanngjarnt að ég greiði hærri skatt en sá sem hefur lægri tekjur en ég. Í stéttarfélagi mínu greiði ég hærri krónutölu í félagsgjöld en þeir sem eru á lægri launum. Mér þykir það sjálfsagt og á undan mér voru aðrir sem greiddu meira. Með því að skila mínu til samfélagsins lít ég þannig á að ég sé að skapa frelsi fyrir marga hópa þess. Góðar tekjur ríkisins skapa aukin gæði í samfélaginu sem í framhaldinu skapa ólíkum hópum frelsi til að standa betur fjárhagslega. Þeir sem segjast vilja auka hagsæld þeirra sem standa höllum fæti geta ekki á sama tíma talað um að lækka tekjur ríkisins eða reynt að koma sjálfum sér undan skattgreiðslum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun