Hvernig sleppur maður ómeiddur úr þessu? Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 14:59 Næmt auga dugar ekki til að finna út hvaða bílgerð hér er um að ræða. Þetta brak var fyrir stuttu Ford Mustang en erfitt er að greina það nú. Ökumaður bílsins slapp, þótt ótrúlegt megi virðast, ómeiddur. Bíllinn endaði í mörgum pörtum og dreifðist um nærliggjandi svæði en ökumaðurinn fannst í einum hluta hans, en megnið af bílnum annarsstaðar. Hann sat þar spenntur í bílbeltið sitjandi í ökumannssætinu, en ef til vill örlítið skelkaður. Slysið átti sér stað í Seattle borg í Bandaríkjunum og sá sem ók bílnum hafði leigt hann af bílaleigu. Eitthvað hefur honum þótt gaman að aka bílnum hratt því hann var á 145 km hraða á svæði þar sem leyfður er 55 km hraði. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og endaði hann á ljósastaur sem reif bílinn í tætlur. Ökumannsins bíður ákæra fyrir hraðakstur sinn og ekki er víst að tryggingar á bílaleigubílnum sáluga muni duga til að bæta fyrir bílinn eftir svo ógætilegan akstur. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þetta brak var fyrir stuttu Ford Mustang en erfitt er að greina það nú. Ökumaður bílsins slapp, þótt ótrúlegt megi virðast, ómeiddur. Bíllinn endaði í mörgum pörtum og dreifðist um nærliggjandi svæði en ökumaðurinn fannst í einum hluta hans, en megnið af bílnum annarsstaðar. Hann sat þar spenntur í bílbeltið sitjandi í ökumannssætinu, en ef til vill örlítið skelkaður. Slysið átti sér stað í Seattle borg í Bandaríkjunum og sá sem ók bílnum hafði leigt hann af bílaleigu. Eitthvað hefur honum þótt gaman að aka bílnum hratt því hann var á 145 km hraða á svæði þar sem leyfður er 55 km hraði. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og endaði hann á ljósastaur sem reif bílinn í tætlur. Ökumannsins bíður ákæra fyrir hraðakstur sinn og ekki er víst að tryggingar á bílaleigubílnum sáluga muni duga til að bæta fyrir bílinn eftir svo ógætilegan akstur.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira