Hvernig sleppur maður ómeiddur úr þessu? Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 14:59 Næmt auga dugar ekki til að finna út hvaða bílgerð hér er um að ræða. Þetta brak var fyrir stuttu Ford Mustang en erfitt er að greina það nú. Ökumaður bílsins slapp, þótt ótrúlegt megi virðast, ómeiddur. Bíllinn endaði í mörgum pörtum og dreifðist um nærliggjandi svæði en ökumaðurinn fannst í einum hluta hans, en megnið af bílnum annarsstaðar. Hann sat þar spenntur í bílbeltið sitjandi í ökumannssætinu, en ef til vill örlítið skelkaður. Slysið átti sér stað í Seattle borg í Bandaríkjunum og sá sem ók bílnum hafði leigt hann af bílaleigu. Eitthvað hefur honum þótt gaman að aka bílnum hratt því hann var á 145 km hraða á svæði þar sem leyfður er 55 km hraði. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og endaði hann á ljósastaur sem reif bílinn í tætlur. Ökumannsins bíður ákæra fyrir hraðakstur sinn og ekki er víst að tryggingar á bílaleigubílnum sáluga muni duga til að bæta fyrir bílinn eftir svo ógætilegan akstur. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent
Þetta brak var fyrir stuttu Ford Mustang en erfitt er að greina það nú. Ökumaður bílsins slapp, þótt ótrúlegt megi virðast, ómeiddur. Bíllinn endaði í mörgum pörtum og dreifðist um nærliggjandi svæði en ökumaðurinn fannst í einum hluta hans, en megnið af bílnum annarsstaðar. Hann sat þar spenntur í bílbeltið sitjandi í ökumannssætinu, en ef til vill örlítið skelkaður. Slysið átti sér stað í Seattle borg í Bandaríkjunum og sá sem ók bílnum hafði leigt hann af bílaleigu. Eitthvað hefur honum þótt gaman að aka bílnum hratt því hann var á 145 km hraða á svæði þar sem leyfður er 55 km hraði. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og endaði hann á ljósastaur sem reif bílinn í tætlur. Ökumannsins bíður ákæra fyrir hraðakstur sinn og ekki er víst að tryggingar á bílaleigubílnum sáluga muni duga til að bæta fyrir bílinn eftir svo ógætilegan akstur.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent