Bíllinn kemur að auki á örmjóum dekkjum svo það ætti að vera auðvelt að láta hann drifta dálítið í beygjum. Caterham 7 Sprint er reyndar ári líkur Lotus 7 bílnum sem framleiddur var á árunum 1957 til 1972 og greinilegt bæði með útlitinu og stafnum 7 að Lotusinn sé fyrirmyndin.
Caterham 7 Sprint er bæði afar fallegur að innan en mjög gamladags í leiðinni. Hann er með stýri úr viði, mælarnir eru gamaldags og einfaldleikinn allsráðandi. Sætin eru hinsvegar úr gullfallegu rauðu leðri með stafi Caterham þrykkta í leðrið. Caterham smíðar aðeins um 500 bíla á ári svo með sölu þessara 60 bíla var seld 12% ársframleiðslu fyrirtækisins á einni viku.
