Formula E til New York Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 09:40 Fyrsta aksturskeppni sem fram fer innan borgarmarka New York borgar mun verða haldin næsta júlí en þá verður keppt í Formula E keppnisröð rafmagnsbíla. Akstursbrautin í New York verður í Brooklyn hverfinu og verður með 13 beygjum og fer um Pier 11 hafnarhverfið og Brooklin Cruis Terminal. Þessi ákvörðun forsvarsmanna Formula E keppninnar markar heilmikil tímamót og ætti að vekja aukinn áhuga á þessari keppni í Bandaríkjunum. Eru New York búar fyrir vikið kátir með stjórn borgarinnar með þetta frumkvæði. Formula E keppnin fer víða um borgir heims og fyrirhugaðar eru keppnir í Hong Kong, Buenos Aires, París, Berlín, Marrakesh og Montreal í Kanada, auk fleiri keppnisstaða. Formula E keppnismótaröðin er aðeins á sínu þriðja ári og síaukinn áhugi er á keppninni. Frægir ökumenn bætast sífellt við í þessa keppni kappakstursbíla sem aðeins eru drifnir áfram af rafmagni og koma margir þeirra úr Formula 1 keppnismótaröðinni. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent
Fyrsta aksturskeppni sem fram fer innan borgarmarka New York borgar mun verða haldin næsta júlí en þá verður keppt í Formula E keppnisröð rafmagnsbíla. Akstursbrautin í New York verður í Brooklyn hverfinu og verður með 13 beygjum og fer um Pier 11 hafnarhverfið og Brooklin Cruis Terminal. Þessi ákvörðun forsvarsmanna Formula E keppninnar markar heilmikil tímamót og ætti að vekja aukinn áhuga á þessari keppni í Bandaríkjunum. Eru New York búar fyrir vikið kátir með stjórn borgarinnar með þetta frumkvæði. Formula E keppnin fer víða um borgir heims og fyrirhugaðar eru keppnir í Hong Kong, Buenos Aires, París, Berlín, Marrakesh og Montreal í Kanada, auk fleiri keppnisstaða. Formula E keppnismótaröðin er aðeins á sínu þriðja ári og síaukinn áhugi er á keppninni. Frægir ökumenn bætast sífellt við í þessa keppni kappakstursbíla sem aðeins eru drifnir áfram af rafmagni og koma margir þeirra úr Formula 1 keppnismótaröðinni.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent