Maðurinn sem grunaður er um stórfellda líkamsárás og kynferðisbrot gagnvart konu í Vestmannaeyjum á laugardag var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Hæstarétti í dag. Héraðsdómur hafði hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar.
Samkvæmd heimildum Stundarinnar fannst konan nakin í húsagarði í grennd við skemmtistað í bænum með mikla áverka og var flutt í sjúkraflugi á Landsspítalann í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma að konan sé höfuðkúpubrotin, en hún mun hafa útskrifað sjálfa sig af Landspítalanum í gær.
Líkamsárásin í Eyjum: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Tengdar fréttir

Líkamsárás til rannsóknar í Eyjum
Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í bænum aðfaranótt laugardagsins síðastliðinn.

Líkamsárás í Eyjum: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru
Alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfesti Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu í gær.