Mesta sala Kia bíla á einu ári Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 09:53 Kia Sportage. Á þessu ári hefur Bílaumboðið Askja afhent 1.350 nýjar Kia bifreiðar sem eru fleiri en allt árið í fyrra þegar 1.348 Kia bílar voru afhentir. Þetta er metsala í Kia bifreiðum á Íslandi en hvergi í Evrópu er markaðshlutdeild Kia eins há og hér á landi. ,,Bílasala hefur aukist umtalsvert á árinu en við eigum enn talsvert inni. Einstaklingar eru ekki komnir af stað af sama krafti og var t.d. árin 2005-2007," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Kia hefur verið að koma með nýja og spennandi bíla m.a. nýjan Sportage og hinn nýja Niro, sem Askja kynnti í byrjun september. Auk þess eru væntanlegir þrír nýir Kia bílar á næstu sex mánuðum. Kia er þriðja mest selda merkið á Íslandi það sem af er ári, á eftir Volkswagen og Toyota. Kia Sportage var mest seldi bíllinn á Íslandi í ágúst síðastliðnum. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Á þessu ári hefur Bílaumboðið Askja afhent 1.350 nýjar Kia bifreiðar sem eru fleiri en allt árið í fyrra þegar 1.348 Kia bílar voru afhentir. Þetta er metsala í Kia bifreiðum á Íslandi en hvergi í Evrópu er markaðshlutdeild Kia eins há og hér á landi. ,,Bílasala hefur aukist umtalsvert á árinu en við eigum enn talsvert inni. Einstaklingar eru ekki komnir af stað af sama krafti og var t.d. árin 2005-2007," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Kia hefur verið að koma með nýja og spennandi bíla m.a. nýjan Sportage og hinn nýja Niro, sem Askja kynnti í byrjun september. Auk þess eru væntanlegir þrír nýir Kia bílar á næstu sex mánuðum. Kia er þriðja mest selda merkið á Íslandi það sem af er ári, á eftir Volkswagen og Toyota. Kia Sportage var mest seldi bíllinn á Íslandi í ágúst síðastliðnum.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent