PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2016 14:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands gerði samning við japanska tölvuleikjaframleiðandann Konami um réttindin að íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu fyrir fótboltaleikinn Pro Evolution Soccer 2016 (PES). Í apríl síðastliðnum var gerð uppfærsla á leiknum vegna Evrópumótsins í Frakklandi síðastliðið sumar. Íslenska liðið keppti á því móti en Konami gerði þá samkomulag við evrópska knattspyrnusambandið UEFA um að fá að hafa mótið í sínum leik og þurfti þá einnig að gera samning við knattspyrnusamböndin sem áttu lið á mótinu.Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi, deildi tíðindum dagsins með fylgjendum sínum á Twitter.EA sports @footballiceland is not in the game...#FIFA17— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) September 20, 2016 Þar á meðal var íslenska landsliðið en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir Konami hafa boðið betur en EA Sports en fréttir hafa verið sagðar af því í dag að KSÍ hefði hafnað tilboði EA Sports um að vera í FIFA 17 sem er væntanlegur í verslanir á næstu vikum.Sjá einnig: KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón krónaGeir Þorsteinsson sagði við Vísi fyrr í dag að aðilar frá EA Sports hefðu haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum að verið væri að leggja lokahönd á FIFA 17 leikinn en þeir vildu ná íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu inn í leikinn á lokametrunum. Geir sagði tilboð EA Sports hafa verið of lágt, í fyrstu sagði Geir við Vísi að tilboðið hefði numið um einni milljón króna en í samtali við RÚV síðar í dag sagði hann tilboðið hafa numið á aðra milljón króna. Viðræður KSÍ við EA Sports hefðu siglt í strand og því verður liðið ekki í FIFA 17. En eins og áður segir náðust samningar á milli KSÍ og Konami um réttindin að liðinu í PES. Aðspurður hvað Konami greiddi fyrir réttindin segir Geir það hafa verið hærra en það sem EA Sports bauð.Er verið að tala um nokkrar milljónir eða tugi milljóna?„Það er ekkert verið að tala um neinar tugi milljóna,“ svarar Geir. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands gerði samning við japanska tölvuleikjaframleiðandann Konami um réttindin að íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu fyrir fótboltaleikinn Pro Evolution Soccer 2016 (PES). Í apríl síðastliðnum var gerð uppfærsla á leiknum vegna Evrópumótsins í Frakklandi síðastliðið sumar. Íslenska liðið keppti á því móti en Konami gerði þá samkomulag við evrópska knattspyrnusambandið UEFA um að fá að hafa mótið í sínum leik og þurfti þá einnig að gera samning við knattspyrnusamböndin sem áttu lið á mótinu.Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi, deildi tíðindum dagsins með fylgjendum sínum á Twitter.EA sports @footballiceland is not in the game...#FIFA17— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) September 20, 2016 Þar á meðal var íslenska landsliðið en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir Konami hafa boðið betur en EA Sports en fréttir hafa verið sagðar af því í dag að KSÍ hefði hafnað tilboði EA Sports um að vera í FIFA 17 sem er væntanlegur í verslanir á næstu vikum.Sjá einnig: KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón krónaGeir Þorsteinsson sagði við Vísi fyrr í dag að aðilar frá EA Sports hefðu haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum að verið væri að leggja lokahönd á FIFA 17 leikinn en þeir vildu ná íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu inn í leikinn á lokametrunum. Geir sagði tilboð EA Sports hafa verið of lágt, í fyrstu sagði Geir við Vísi að tilboðið hefði numið um einni milljón króna en í samtali við RÚV síðar í dag sagði hann tilboðið hafa numið á aðra milljón króna. Viðræður KSÍ við EA Sports hefðu siglt í strand og því verður liðið ekki í FIFA 17. En eins og áður segir náðust samningar á milli KSÍ og Konami um réttindin að liðinu í PES. Aðspurður hvað Konami greiddi fyrir réttindin segir Geir það hafa verið hærra en það sem EA Sports bauð.Er verið að tala um nokkrar milljónir eða tugi milljóna?„Það er ekkert verið að tala um neinar tugi milljóna,“ svarar Geir.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06