Þetta er þriðja sólóverkefni Gulla, en hann semur megnið af tónlistinni í samvinnu við Jökul Jörgensen, ljóðskáld og bassaleikara.
Þeim til fulltingis á tónleikunum verða Arnar Guðjónsson úr Leaves á gítar og Magnus Johannesen á hljómborð. Hægt er að nálgast miða á midi.is.
Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið Jewels Up High af Liberté.
Ath. Í Fréttablaðinu í dag stóð að tónleikarnir færu fram 20. september en hið rétta er að þeir fara fram 20. október.