Sebastien Buemi vann Formúlu E í Hong Kong Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. október 2016 16:45 Sebastien Buemi hóf titilvörnina af krafti. Vísir/Getty Sebastian Buemi, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Renault e.dams vann fyrstu keppni þriðja tímabilsins í Formúlu E. Lucas di Grassi á ABT Audi varð annar eftir að hafa ræst næst aftastur í 19. sæti og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. Nelson Piquet á NextEv bílnum var á ráspól fyrir fyrstu keppni þriðja tímabilsins í Formúlu E. Oliver Turvey einnig hjá NextEv liðinu, varð annar í tímatökunni. Piquet var fljótur að byggja upp forskot sitt. Hann hélt góðri stöðu á brautinni. Sam Bird á DS Virgin náði hins vegar öðru sætinu af Turvey á sjöunda hring. Bird var fjórum sekúndum á eftir Piquet og hóf að sækja á Piquet. Piquet kom inn á þjónustusvæðið rétt fyrir miðja keppni eftir að José Maria Lopez klessti DS Virgin bíl sinn fyrir framan Piquet. Bird lenti svo í smá bilun þegar hann skipti um bíl á 26. hring og tapaði heilum hring á keppinautana sína. Bird var þó sjóðheitur og tókst að afhringa sig á 35. hring. Eftir að ökumenn höfðu skipt um bíla var ríkjandi heimsmeistari, Buemi fremstur eftir að hafa komist fram úr Lucas di Grassi. Buemi vann sér inn forskot á di Grassi og þegar 31 hringur var búin var bilið á milli þeirra þrjár sekúndur. Di Grassi var hástökkvari dagsins enda ræsti di Grassi af stað í 19. sæti. Á meðan var Piquet orðinn áttundi á NextEv bílnum og Turvey orðinn fimmti. Robin Frijns á Andretti tók fram úr Piquet á 38. hring. Frijns var grimmur undir lokin og endaði á að taka sjötta sætið. Formúla Tengdar fréttir Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Buemi, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Renault e.dams vann fyrstu keppni þriðja tímabilsins í Formúlu E. Lucas di Grassi á ABT Audi varð annar eftir að hafa ræst næst aftastur í 19. sæti og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. Nelson Piquet á NextEv bílnum var á ráspól fyrir fyrstu keppni þriðja tímabilsins í Formúlu E. Oliver Turvey einnig hjá NextEv liðinu, varð annar í tímatökunni. Piquet var fljótur að byggja upp forskot sitt. Hann hélt góðri stöðu á brautinni. Sam Bird á DS Virgin náði hins vegar öðru sætinu af Turvey á sjöunda hring. Bird var fjórum sekúndum á eftir Piquet og hóf að sækja á Piquet. Piquet kom inn á þjónustusvæðið rétt fyrir miðja keppni eftir að José Maria Lopez klessti DS Virgin bíl sinn fyrir framan Piquet. Bird lenti svo í smá bilun þegar hann skipti um bíl á 26. hring og tapaði heilum hring á keppinautana sína. Bird var þó sjóðheitur og tókst að afhringa sig á 35. hring. Eftir að ökumenn höfðu skipt um bíla var ríkjandi heimsmeistari, Buemi fremstur eftir að hafa komist fram úr Lucas di Grassi. Buemi vann sér inn forskot á di Grassi og þegar 31 hringur var búin var bilið á milli þeirra þrjár sekúndur. Di Grassi var hástökkvari dagsins enda ræsti di Grassi af stað í 19. sæti. Á meðan var Piquet orðinn áttundi á NextEv bílnum og Turvey orðinn fimmti. Robin Frijns á Andretti tók fram úr Piquet á 38. hring. Frijns var grimmur undir lokin og endaði á að taka sjötta sætið.
Formúla Tengdar fréttir Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Upphitun fyrir Formúlu E | Myndbönd Keppnistímabilið í Formúlu E hefst á sunnudaginn. 7. október 2016 23:00