„Ísland mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar" Una Sighvatsdóttir skrifar 9. október 2016 21:30 Leiðir þeirra Adam Laus og Catherine Janes annars vegar og íslensku þjóðarinnar hinsvegar, hafa fléttast saman með undarlegum hætti allt frá því þau ákváðu að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í sumar, þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Adam varð fyrir alvarlegri hnífaárás eftir landsleikinn móti Frakklandi og var í framhaldinu boðið að koma frítt til Íslands eins og frægt er orðið, en sjálf trúa þau varla enn að þetta sé að gerast.Velvild ókunnugra gaf þeim nýja trú„Þetta hefur aukið trú okkar á mannkynið, í alvöru talað. Því þetta atvik [hnífaárásin í París] var algjörlega að tilefnislausu. Við vorum bara að reyna að komast heim til okkar og þá gerðist þetta,“ segir Adam. „En það sem hefur komið út úr þessu er að við höfum séð velvild svo ótrúlega margra. Og bara sú staðreynda að við fengum að hitta forsetann...þetta myndi ekki gerast í neinu öðru landi!“ Catherine tekur undir. „Við erum bara ósköp venjulegt fólk og alls ekki vön svona löguðu. Þetta lætur okkur líða eins og við séum mjög sérstök.“ Ótalmargir hafa lagst á árarnar við að gleðja Adam og Catherine. Stuðningsmannaliðið Tólfan hélt utan um söfnunina en fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lagði í púkkið, þar á meðal Reykjavík Helicopters sem bauð þeim í þyrluflug í gær. Á lendingarstað í Þórsmörk áttu þau ekki orð yfir landslaginu. „Þetta er gjörsamlega sturlað. Engin orð fá lýst útsýningu sem maður sér hérna, alveg sama í hvaða átt þú lítur“ segir Catherine. „Manni verður bara orða vant. Þetta er svo gullfallegt, í alvöru talað,“ bætir Adam við.Bjuggu til ný tilefni með trúlofuninniEn þótt íslenskt landslag og íslensk gestrisni hafi nánast gengið fram af þeim var hápunktur Íslandsferðarinnar samt augnablikið sem þau áttu alveg út af fyrir sig. „Ég bað Catherine að giftast mér og sem betur fer sagði hún já“ segir Adam og þau skella bæði upp úr. „Og þetta þýðir að við munum halda áfram að snúa aftur til Íslands til að halda upp á brúðkaupsafmæli hér og þess háttar. Ísland mun alltaf eiga alveg sérstakan stað í hjarta okkar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Leiðir þeirra Adam Laus og Catherine Janes annars vegar og íslensku þjóðarinnar hinsvegar, hafa fléttast saman með undarlegum hætti allt frá því þau ákváðu að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í sumar, þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Adam varð fyrir alvarlegri hnífaárás eftir landsleikinn móti Frakklandi og var í framhaldinu boðið að koma frítt til Íslands eins og frægt er orðið, en sjálf trúa þau varla enn að þetta sé að gerast.Velvild ókunnugra gaf þeim nýja trú„Þetta hefur aukið trú okkar á mannkynið, í alvöru talað. Því þetta atvik [hnífaárásin í París] var algjörlega að tilefnislausu. Við vorum bara að reyna að komast heim til okkar og þá gerðist þetta,“ segir Adam. „En það sem hefur komið út úr þessu er að við höfum séð velvild svo ótrúlega margra. Og bara sú staðreynda að við fengum að hitta forsetann...þetta myndi ekki gerast í neinu öðru landi!“ Catherine tekur undir. „Við erum bara ósköp venjulegt fólk og alls ekki vön svona löguðu. Þetta lætur okkur líða eins og við séum mjög sérstök.“ Ótalmargir hafa lagst á árarnar við að gleðja Adam og Catherine. Stuðningsmannaliðið Tólfan hélt utan um söfnunina en fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lagði í púkkið, þar á meðal Reykjavík Helicopters sem bauð þeim í þyrluflug í gær. Á lendingarstað í Þórsmörk áttu þau ekki orð yfir landslaginu. „Þetta er gjörsamlega sturlað. Engin orð fá lýst útsýningu sem maður sér hérna, alveg sama í hvaða átt þú lítur“ segir Catherine. „Manni verður bara orða vant. Þetta er svo gullfallegt, í alvöru talað,“ bætir Adam við.Bjuggu til ný tilefni með trúlofuninniEn þótt íslenskt landslag og íslensk gestrisni hafi nánast gengið fram af þeim var hápunktur Íslandsferðarinnar samt augnablikið sem þau áttu alveg út af fyrir sig. „Ég bað Catherine að giftast mér og sem betur fer sagði hún já“ segir Adam og þau skella bæði upp úr. „Og þetta þýðir að við munum halda áfram að snúa aftur til Íslands til að halda upp á brúðkaupsafmæli hér og þess háttar. Ísland mun alltaf eiga alveg sérstakan stað í hjarta okkar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira