Síðasti Holden bíll Ford framleiddur í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 15:23 Síðasti Holden Falcon bíllinn kominn af færibandinu. Mikil tímamót urðu í ástralskri bílaframleiðslu í dag þegar síðasti Holden bíllinn rann af færibandinu þar í landi og endar með því 91 árs bílaframleiðsla Ford í landinu, en Ford á Holden. Þessi bíll var 4.356.628 Holden bíllinn sem smíðaður var í Broadmeadows verksmiðju Holden sem opnaði árið 1959 og hefur því starfað óslitið í 57 ár. Aðallega hafa verið smíðaðar þar margar kynslóðir Holden Falcon bíla og því átti það vel við að síðasti bíllinn var einmitt af þeirri gerð. Segja má að endalok smíðinnar í Ástralíu sé vegna “World car”-stefnu Ford en þar sem Ástralía er fremur smár bílamarkaður gat Ford ekki réttlætt kostnaðinn við smíði bíls sem á svo til ekkert sameiginlegt með öðrum Ford bílum um allan heim og er aðeins seldur á þröngum bílamarkaði í Ástralíu. Það verður Ford Mondeo, smíðaður á Spáni, sem kemur til með að leysa Holden Falcon bílinn af hólmi í Ástralíu, en Mondeo er aðeins minni bíll en Falcon. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Mikil tímamót urðu í ástralskri bílaframleiðslu í dag þegar síðasti Holden bíllinn rann af færibandinu þar í landi og endar með því 91 árs bílaframleiðsla Ford í landinu, en Ford á Holden. Þessi bíll var 4.356.628 Holden bíllinn sem smíðaður var í Broadmeadows verksmiðju Holden sem opnaði árið 1959 og hefur því starfað óslitið í 57 ár. Aðallega hafa verið smíðaðar þar margar kynslóðir Holden Falcon bíla og því átti það vel við að síðasti bíllinn var einmitt af þeirri gerð. Segja má að endalok smíðinnar í Ástralíu sé vegna “World car”-stefnu Ford en þar sem Ástralía er fremur smár bílamarkaður gat Ford ekki réttlætt kostnaðinn við smíði bíls sem á svo til ekkert sameiginlegt með öðrum Ford bílum um allan heim og er aðeins seldur á þröngum bílamarkaði í Ástralíu. Það verður Ford Mondeo, smíðaður á Spáni, sem kemur til með að leysa Holden Falcon bílinn af hólmi í Ástralíu, en Mondeo er aðeins minni bíll en Falcon.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent