Rosberg fljótastur á föstudegi í Japan Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. október 2016 16:00 Nico Rosberg var fljótastur í allan dag á Suzuka brautinni í Japan. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum.Fyrri æfingin Romain Grosjean á Haas var fljótur út af brautinni þegar bremsurnar biluðu enn aftur á bíl Frakkans. Hann strandaði líka í malagryfju í Malasíu síðustu helgi þegar bremsurnar biluðu. Fernando Alonso á McLaren og Max Verstappen á Red Bull fóru út af á sama stað. Lætin voru þó meiri hjá Alonso sem endaði í malargryfjunni. Ökumenn röðuðu sér eftir liðum í fyrstu átta sætin á æfingunni. Mercedes menn fremstir, þar á eftir Sebastian Vettel á Ferrari ásamt Kimi Raikkonen. Red Bull ökumennirnir komu næstir og svo Force India.Kevin Magnussen á Suzuka brautinni.Vísir/GettySeinni æfingin Munurinn á Mercedes ökumönnunum var einungis 0,072 sekúndur, Rosberg í vil á seinni æfingunni. Raikkonen varð annar. Menn voru aðeins að þvælast utan brautar aftur. Kevin Magnussen á Renault og Daniil Kvyat á Toro Rosso fóru út af á seinni æfingunni. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingum.Fyrri æfingin Romain Grosjean á Haas var fljótur út af brautinni þegar bremsurnar biluðu enn aftur á bíl Frakkans. Hann strandaði líka í malagryfju í Malasíu síðustu helgi þegar bremsurnar biluðu. Fernando Alonso á McLaren og Max Verstappen á Red Bull fóru út af á sama stað. Lætin voru þó meiri hjá Alonso sem endaði í malargryfjunni. Ökumenn röðuðu sér eftir liðum í fyrstu átta sætin á æfingunni. Mercedes menn fremstir, þar á eftir Sebastian Vettel á Ferrari ásamt Kimi Raikkonen. Red Bull ökumennirnir komu næstir og svo Force India.Kevin Magnussen á Suzuka brautinni.Vísir/GettySeinni æfingin Munurinn á Mercedes ökumönnunum var einungis 0,072 sekúndur, Rosberg í vil á seinni æfingunni. Raikkonen varð annar. Menn voru aðeins að þvælast utan brautar aftur. Kevin Magnussen á Renault og Daniil Kvyat á Toro Rosso fóru út af á seinni æfingunni. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira