Það er orðið ljóst að Sigurður Egill Lárusson verður áfram í herbúðum Vals.
Hann skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við félagið að því er fram kemur á fótbolti.net en núverandi samningur hans við félagið var að renna út.
Mörg félög höfðu áhuga á því að semja við þennan sterka leikmann en hann hefur ákveðið að vera áfram á Hlíðarenda.
Sigurður Egill lék 21 leik fyrir Valsmenn í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði í þeim leikjum sex mörk
Sigurður Egill framlengdi við Val
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
