Þorgerður Katrín enn hlynnt búrkubanni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2016 10:38 Þorgerður Katrín er fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Daníel Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segist enn þeirrar skoðunar að banna eigi búrkur á Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við Þorgerði Katrínu í Stundinni. Hún segist fyrst og fremst vera mótfallin búrkum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í febrúar árið 2011 beindi Þorgerður spurningu sinni til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra. Hún spurði hann hvort það kæmi til greina að banna búrkur á Íslandi. Ögmundur sagði þá ekki rétt að taka upp slíkt bann. Í viðtali við Stundina er Þorgerður Katrín spurð hvort að hún sé enn á þeirri skoðun að búrkur skuli vera bannaðar hér á landi. „Þetta er eitthvað sem margir sem telja sig frjálslynda eru mótfallnir. Ertu enn á þessari skoðun?“ spyr blaðamaður Stundarinnar. „Já, ég er enn þeirrar skoðunar. Það voru ekki síst frjálshyggjumennirnir sem hjóluðu hvað harðast í mig, en ég var og er fyrst og fremst á móti búrkunum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Höfum hugfast að ég er ekki að tala um slæður heldur aðeins búrkur sem hylja andlitið þannig að einungis sést í augun. Ég hvatti til þess að menn tækju þessa umræðu áður áður en hætt yrði við því að umræðan hér á landi færi að snúast um tiltekna einstaklinga í stað prinsippanna. Ég er enn sannfærð um þetta, eftir að hafa lesið ótal bækur um femínisma, íslam og annað og ekki síður vegna þeirra pósta sem ég fékk í kjölfar umræðunnar um þetta. Konur sem voru múhameðstrúar sendu mér tölvupósta og tóku eindregið undir það sem ég var að segja en óskuðu líka nær allar nafnleyndar. Þær sögðu búrkur ekki samræmast íslam, að búrkurnar byggðu á eftiráskýringu karla í múhameðstrúarheiminum, og tóku undir málflutning minn rétt eins og konur úr ýmsum flokkum hafa gert, bæði t.d. úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum,“ segir Þorgerður. Hún telur jafnframt að slíkt bann hafi ekkert með frjálslyndi að gera. „Það hefur ekkert með frjálslyndi að gera að vera á móti því að banna búrkur, mér finnst sú afstaða öllu heldur fela í sér lítinn skilning á jafnrétti og kvenfrelsi. En það kemur svo sem ekki á óvart að slík gagnrýni komi hægra megin frá.“ Blaðamaður Stundarinnar bendir þá á að gagnrýni á slíkar hugmyndir hafi til að mynda snúist um að með slíku búrkubanni sé verið að jaðarsetja múslima enn frekar en nú þegar er gert. „Ég held að þessu sé frekar öfugt farið. Að ef búrkur verði algengar þá ýti það frekar undir andúð og skilningsleysi á múslimum heldur en bann við búrkum,“ segir Þorgerður Katrín. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segist enn þeirrar skoðunar að banna eigi búrkur á Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við Þorgerði Katrínu í Stundinni. Hún segist fyrst og fremst vera mótfallin búrkum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í febrúar árið 2011 beindi Þorgerður spurningu sinni til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra. Hún spurði hann hvort það kæmi til greina að banna búrkur á Íslandi. Ögmundur sagði þá ekki rétt að taka upp slíkt bann. Í viðtali við Stundina er Þorgerður Katrín spurð hvort að hún sé enn á þeirri skoðun að búrkur skuli vera bannaðar hér á landi. „Þetta er eitthvað sem margir sem telja sig frjálslynda eru mótfallnir. Ertu enn á þessari skoðun?“ spyr blaðamaður Stundarinnar. „Já, ég er enn þeirrar skoðunar. Það voru ekki síst frjálshyggjumennirnir sem hjóluðu hvað harðast í mig, en ég var og er fyrst og fremst á móti búrkunum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Höfum hugfast að ég er ekki að tala um slæður heldur aðeins búrkur sem hylja andlitið þannig að einungis sést í augun. Ég hvatti til þess að menn tækju þessa umræðu áður áður en hætt yrði við því að umræðan hér á landi færi að snúast um tiltekna einstaklinga í stað prinsippanna. Ég er enn sannfærð um þetta, eftir að hafa lesið ótal bækur um femínisma, íslam og annað og ekki síður vegna þeirra pósta sem ég fékk í kjölfar umræðunnar um þetta. Konur sem voru múhameðstrúar sendu mér tölvupósta og tóku eindregið undir það sem ég var að segja en óskuðu líka nær allar nafnleyndar. Þær sögðu búrkur ekki samræmast íslam, að búrkurnar byggðu á eftiráskýringu karla í múhameðstrúarheiminum, og tóku undir málflutning minn rétt eins og konur úr ýmsum flokkum hafa gert, bæði t.d. úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum,“ segir Þorgerður. Hún telur jafnframt að slíkt bann hafi ekkert með frjálslyndi að gera. „Það hefur ekkert með frjálslyndi að gera að vera á móti því að banna búrkur, mér finnst sú afstaða öllu heldur fela í sér lítinn skilning á jafnrétti og kvenfrelsi. En það kemur svo sem ekki á óvart að slík gagnrýni komi hægra megin frá.“ Blaðamaður Stundarinnar bendir þá á að gagnrýni á slíkar hugmyndir hafi til að mynda snúist um að með slíku búrkubanni sé verið að jaðarsetja múslima enn frekar en nú þegar er gert. „Ég held að þessu sé frekar öfugt farið. Að ef búrkur verði algengar þá ýti það frekar undir andúð og skilningsleysi á múslimum heldur en bann við búrkum,“ segir Þorgerður Katrín.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira