Nýir Audi Q2 og Q5 í París Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 14:29 Audi Q2 er glænýr jepplingur og á pöllunum í París. Nú stendur yfir alþjóðlega bílasýningin í París sem haldin er annað hvert ár. Fyrstu tveir dagarnir voru helgaðir fjölmiðlum en núna er sýningin opin almenningi og stendur hún yfir til 16. október. Á sýningunni er allt það nýjasta og ferskasta í bílaheiminum til sýnis og vörumerki Heklu, Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen eru áberandi. Audi frumsýnir brakandi nýja kynslóð af Audi Q5 og að sjálfsögðu nýjustu viðbót Q-fjölskyldunnar, Audi Q2, sem beðið hefur verið með óþreyju. Að auki kynnir Audi nýjan og glæsilegan S5 Sportback til sögunnar ásamt Audi RS 3 sedan. Hjá Skoda er Kodiaq jeppinn í aðalhlutverki en hann er fyrsti jeppinn frá Skoda í fullri stærð. Skoda Kodiaq hefur hlotið mikið lof fyrir tilfinningaþrungna hönnun, nýsköpun í tæknilausnum og stærsta farangursrýmið í sínum flokki. Með tilkomu Kodiaq stígur Skoda sín fyrstu skref á ört vaxandi jeppamarkaði og mun Kodiaq leiða alþjóðlega jeppaherferð bílaframleiðandans. Mitsubishi er leiðandi þegar kemur að vistvænum fararkostum og teflir fram Ground Tourer PHEV hugmyndabílnum sem byggir á háþróuðu tengiltvinnkerfi frá Mitsubishi og rafmagnsbílnum Mitsubishi eX Concept. Volkswagen er einnig á vistvænum nótum og heimsfrumsýnir nýja hugmyndabílinn I.D. I.D. stendur fyrir nýja kynslóð rafmagnsbíla frá Volkswagen með allt að 600 kílómetra drægni og gert er ráð fyrir því að hann komi á markað árið 2020.Ný kynslóð Audi Q5.Audi S5 Sportback.Skoda Kodiaq er fyrsti jeppinn frá Skoda.Volkswagen I.D.Mitsubishi eX. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nú stendur yfir alþjóðlega bílasýningin í París sem haldin er annað hvert ár. Fyrstu tveir dagarnir voru helgaðir fjölmiðlum en núna er sýningin opin almenningi og stendur hún yfir til 16. október. Á sýningunni er allt það nýjasta og ferskasta í bílaheiminum til sýnis og vörumerki Heklu, Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen eru áberandi. Audi frumsýnir brakandi nýja kynslóð af Audi Q5 og að sjálfsögðu nýjustu viðbót Q-fjölskyldunnar, Audi Q2, sem beðið hefur verið með óþreyju. Að auki kynnir Audi nýjan og glæsilegan S5 Sportback til sögunnar ásamt Audi RS 3 sedan. Hjá Skoda er Kodiaq jeppinn í aðalhlutverki en hann er fyrsti jeppinn frá Skoda í fullri stærð. Skoda Kodiaq hefur hlotið mikið lof fyrir tilfinningaþrungna hönnun, nýsköpun í tæknilausnum og stærsta farangursrýmið í sínum flokki. Með tilkomu Kodiaq stígur Skoda sín fyrstu skref á ört vaxandi jeppamarkaði og mun Kodiaq leiða alþjóðlega jeppaherferð bílaframleiðandans. Mitsubishi er leiðandi þegar kemur að vistvænum fararkostum og teflir fram Ground Tourer PHEV hugmyndabílnum sem byggir á háþróuðu tengiltvinnkerfi frá Mitsubishi og rafmagnsbílnum Mitsubishi eX Concept. Volkswagen er einnig á vistvænum nótum og heimsfrumsýnir nýja hugmyndabílinn I.D. I.D. stendur fyrir nýja kynslóð rafmagnsbíla frá Volkswagen með allt að 600 kílómetra drægni og gert er ráð fyrir því að hann komi á markað árið 2020.Ný kynslóð Audi Q5.Audi S5 Sportback.Skoda Kodiaq er fyrsti jeppinn frá Skoda.Volkswagen I.D.Mitsubishi eX.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira