Óska eftir athugasemdum við 13 vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. október 2016 08:43 Um verður að ræða allt að 149 metra vindmyllur. mynd/biokraft Fyrirtækið Biokraft, sem fyrirhugar að reisa þrettán vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila fyrir 14. október næstkomandi, en þegar hafa fimmtíu manns skrifað undir lista þar sem áformunum er mótmælt. Undirskriftalistinn var afhentur sveitarstjórn Rangársþings ytra í október í fyrra en í auglýsingu frá Biokraft segir að listinn hafi ekki borist fyrirtækinu. „Telst auglýsingaferlið sem fer af stað með birtingu þessarar tillögu að matsáætlun vera góður vettvangur fyrir einstaklinga og hópa til að skila inn ábendingum og athugasemdum við fyrirhugaða framkvæmd,“ segir í auglýsingunni. 149 metra vindmyllur sem geta framleitt 45 MW Um er að ræða vindmyllugarð sem ber nafnið Vindaborg. Áætlað er að hann verði 2,3 kílómetra norðan við Þykkvabæ, rétt við Austurbæjarmýri. Upphaflega var gert ráð fyrir að garðurinn yrði nefndur Djúpárvirkjun og þá hefur staðsetningu verið breytt þannig að Austurbæjarmýri var tekin út sem framkvæmdarsvæði. Var það gert vegna þess að hluti eigenda landsins voru mótfallnir framkvæmdinni. Samkvæmt tillögunni verður mastur hverrar vindmyllu allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu verður 149 metrar og eiga vindmyllurnar að geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Til þess að reisa vindmyllurnar þarf tvo kranabíla og þurfa plön og vegir að þola allt að 250 tonna farartæki. Tveir kranar verða notaðir við að reisa turnana og þarf annar kraninn að hafa lyftigetu upp á 750 tonn og ná allt að 100 metra hæð. Turnar og aðrir hlutar myllanna verða fluttir á svæðið jafnóðum og myllurnar verða reistar, segir í tillögunni. Þarf að tengjast Landsneti beint Fyrirhuguð tenging við landskerfið er það stór að tengjast þarf Landsneti beint. Landsnet mun sjá um tenginguna við landskerfið og stækka þyrfti tengivirkið á Helli. Þá þarf að byggja spennistöð á virkjanasvæðinu en allir strengir frá myllunum til spennistöðvar verða jarðstrengir í eigu og rekstri Landsnets. Ef Skipulagsstofnun felst á tillögu Biokraft verður vinnu við frummatsskýrslu framhaldið. Áætlað er að hún verði auglýst í nóvember og þá er gert ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí 2014 tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nánar má lesa um tillögu Biokraft að matsáætlun hér. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Fyrirtækið Biokraft, sem fyrirhugar að reisa þrettán vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila fyrir 14. október næstkomandi, en þegar hafa fimmtíu manns skrifað undir lista þar sem áformunum er mótmælt. Undirskriftalistinn var afhentur sveitarstjórn Rangársþings ytra í október í fyrra en í auglýsingu frá Biokraft segir að listinn hafi ekki borist fyrirtækinu. „Telst auglýsingaferlið sem fer af stað með birtingu þessarar tillögu að matsáætlun vera góður vettvangur fyrir einstaklinga og hópa til að skila inn ábendingum og athugasemdum við fyrirhugaða framkvæmd,“ segir í auglýsingunni. 149 metra vindmyllur sem geta framleitt 45 MW Um er að ræða vindmyllugarð sem ber nafnið Vindaborg. Áætlað er að hann verði 2,3 kílómetra norðan við Þykkvabæ, rétt við Austurbæjarmýri. Upphaflega var gert ráð fyrir að garðurinn yrði nefndur Djúpárvirkjun og þá hefur staðsetningu verið breytt þannig að Austurbæjarmýri var tekin út sem framkvæmdarsvæði. Var það gert vegna þess að hluti eigenda landsins voru mótfallnir framkvæmdinni. Samkvæmt tillögunni verður mastur hverrar vindmyllu allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu verður 149 metrar og eiga vindmyllurnar að geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Til þess að reisa vindmyllurnar þarf tvo kranabíla og þurfa plön og vegir að þola allt að 250 tonna farartæki. Tveir kranar verða notaðir við að reisa turnana og þarf annar kraninn að hafa lyftigetu upp á 750 tonn og ná allt að 100 metra hæð. Turnar og aðrir hlutar myllanna verða fluttir á svæðið jafnóðum og myllurnar verða reistar, segir í tillögunni. Þarf að tengjast Landsneti beint Fyrirhuguð tenging við landskerfið er það stór að tengjast þarf Landsneti beint. Landsnet mun sjá um tenginguna við landskerfið og stækka þyrfti tengivirkið á Helli. Þá þarf að byggja spennistöð á virkjanasvæðinu en allir strengir frá myllunum til spennistöðvar verða jarðstrengir í eigu og rekstri Landsnets. Ef Skipulagsstofnun felst á tillögu Biokraft verður vinnu við frummatsskýrslu framhaldið. Áætlað er að hún verði auglýst í nóvember og þá er gert ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí 2014 tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nánar má lesa um tillögu Biokraft að matsáætlun hér.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira