Innlent

Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn Lundans sáu fólkið takast utan við staðinn og hringdu á lögreglu sem lét bíða eftir sér sökum anna.
Starfsmenn Lundans sáu fólkið takast utan við staðinn og hringdu á lögreglu sem lét bíða eftir sér sökum anna. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum á hendur manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot í Vestmannaeyjum aðfaranótt 17. september. Héraðsdómur hafði áður hafnað kröfunni sem byggði á almannahagsmunum.

Maðurinn er grunaður um að hafa veist að konu og nauðgað henni. Konan fannst illa leikin, nakin og með líkamshita rétt yfir 35 gráðum á götum Heimaeyjar um fimm leytið fyrrnefndan laugardagsmorgun.

Kröfunni var meðal annars hafnað þar sem fórnarlambið og vitni gátu ekki borið kennsl á manninn við myndbendingu. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að ekkert nýtt hafi komið fram við rannsókn á málinu. Lögreglufulltrúi sagði Vísi í síðustu viku að verið væri að bíða eftir rannsóknum á lífssýnum og öðru.

Enn fremur segir í úrskurðinum að enn hafi ekki tekist að fá greinargóðan framburð frá konunni vegna ástands hennar. Hún sé í miklu andlegu ójafnvægi.


Tengdar fréttir

Líkamsárásin í Eyjum: Lögreglan fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur lagt fram kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald til Héraðsdóms Suðurlands yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Eyjum síðastliðinn laugardag, en gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun.

Laus úr gæsluvarðhaldi

Héraðsdómur Suðurlands féllst ekki á kröfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot.

Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan

Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×