Björt framtíð hefur fullskipað framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri í leikskólanum Ösp í Efra Breiðholti leiðir listann. Nicole er einnig formaður hverfisráðs Breiðholts fyrir hönd flokksins.
Í tilkynningu frá flokknum segir að Nicole vilji beita kröftum síum í að endurbyggja menntakerfi í þeim tilgangi að jafna tækifæri allra í samfélaginu.
Eva Einarsdóttir, varaborgarfulltrúi og varaformaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, vermir annað sætið og Unnsteinn Jóhannsson, samskipta- og upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar skipar þriðja sæti listans.
Listi Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður:
1. Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri
2. Eva Einarsdóttir, varaborgarfulltrúi og varaformaður ÍTR
3. Unnsteinn Jóhannsson, upplýsinga- og samskiptafulltrúi
4. Friðrik Rafnsson, bókmenntaþýðandi
5. Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, lögreglukona
6. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar
7. Guðrún Eiríksdóttir, ferðaráðgjafi
8. Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona
9. S. Björn Blöndal, tónlistarmaður og formaður borgarráðs
10. Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt og varaborgarfulltrúi
11. Hrefna Guðmundsdóttir, MA í félagssálfræði
12. Reynir Þór Eggertsson, framhaldsskólakennari
13. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri
14. Hallveig Hörn Þorbjargardóttir, stuðningsfulltrúi og nemi
15. Katrin María Lehman, markaðsfræðingur
16. Axel Viðarsson, verkfræðingur
17. Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt í markaðsfræði
18. Berglind Hermannsdóttir, lögfræðingur
19. Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri
20. Baldvin Ósmann, tæknimaður
21. Svanborg Sigurðardóttir, bóksali
22. Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
Björt framtíð birtir fullskipaðan framboðslista í Reykjavík suður
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
![Eva Einarsdóttir, Nichole Leigh Mosty og Unnsteinn Jóhannsson](https://www.visir.is/i/C7AF040FD1F690734A36987A6595A7607F526C747A376C66C415E78966A31C50_713x0.jpg)