Stjarnan tók stigin tvö er liðið mætti Val í fjórðu umferð Olís-deildar kvenna í dag en leiknum lauk með þriggja marka sigri Stjörnunnar 29-26.
Valskonur voru taplausar fyrir leikinn með þrjá sigra í röð.
Leikurinn var jafn og spennandi og skiptust liðin á forskotinu í fyrri hálfleik en Valskonur leiddu 14-13 í hálfleik.
Þær héldu frumkvæðinu framan af í seinni hálfleik en góður lokasprettur Garðbæinga gerði útslagið.
Diana Satkauskaite var atkvæðamest í liði Valskvenna með níu mörk en næst kom Kristín Guðmundsdóttir með fimm.
Í liði Stjörnunnar var það Sólveig Lára Kjærnested sem var markahæst með sjö mörk en Þórhildur Gunnarsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir bættu við fjórum mörkum hvor.
Stjörnukonur fyrstar til að sigra Val í vetur
Kristinn Páll Teitsson skrifar
