Willum um framtíð sína með KR: Er í eilítilli klemmu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2016 16:37 Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. vísir/anton Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að engar viðræður hafi átt sér stað á milli sín og KR vegna þjálfarastöðu félagsins. Um það hafi verið gagnkvæmur skilningur en Willum tók við liðinu um mitt sumar og gilti samningurinn út tímabilið sem lauk í dag. KR hefur verið á mikilli siglingu undir stjórn Willum og tryggði sér í dag sér Evrópusæti með því að næla í þriðja sæti með sigri á Fylki, eitthvað sem var óhugsandi þegar Willum tók við liðinu í 9. sæti með níu stig í lok júní. Hann útilokar ekki að taka við KR til frambúðar en sé mögulega kominn í klemmu vegna þess að hann er jú einnig í framboði fyrir Framsóknarflokkinn fyrir komandi alþingiskosningar þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er aldrei hægt að útiloka neitt í þessu. Fótbolti er búinn að vera hluti af mínu lífi alla tíð. Ég er í eilítilli klemmu ef ég fer að blanda því við annað sem ég er að berjast fyrir þessa dagana. Þetta er svolítið fókin staða,“ segir Willum Þór. Hann segir að það hafi verið frábært að starfa innan félagsins frá því að hann tók við. Þar sé metnaðurinn mikill og allir samstíga. Þegar hann hafi tekið við hafi starfið snúist um að halda sæti KR í deildinni en það hafi fljótlega breyst eftir ágætt gengi í upphafi. „Við höfum tekið þessa gömlu góðu aðferð á þetta, einn leik í einu og þannig reynt að vinna okkur upp töfluna. Svo settum við okkur það markmið að síðasti leikurinn myndi snúast um að ná Evrópusæti og hann gerði það. Að enda þetta svona er rosalega flott fyrir okkur. Þetta er afar mikilvægt fyrir félag eins og KR.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03 Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að engar viðræður hafi átt sér stað á milli sín og KR vegna þjálfarastöðu félagsins. Um það hafi verið gagnkvæmur skilningur en Willum tók við liðinu um mitt sumar og gilti samningurinn út tímabilið sem lauk í dag. KR hefur verið á mikilli siglingu undir stjórn Willum og tryggði sér í dag sér Evrópusæti með því að næla í þriðja sæti með sigri á Fylki, eitthvað sem var óhugsandi þegar Willum tók við liðinu í 9. sæti með níu stig í lok júní. Hann útilokar ekki að taka við KR til frambúðar en sé mögulega kominn í klemmu vegna þess að hann er jú einnig í framboði fyrir Framsóknarflokkinn fyrir komandi alþingiskosningar þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er aldrei hægt að útiloka neitt í þessu. Fótbolti er búinn að vera hluti af mínu lífi alla tíð. Ég er í eilítilli klemmu ef ég fer að blanda því við annað sem ég er að berjast fyrir þessa dagana. Þetta er svolítið fókin staða,“ segir Willum Þór. Hann segir að það hafi verið frábært að starfa innan félagsins frá því að hann tók við. Þar sé metnaðurinn mikill og allir samstíga. Þegar hann hafi tekið við hafi starfið snúist um að halda sæti KR í deildinni en það hafi fljótlega breyst eftir ágætt gengi í upphafi. „Við höfum tekið þessa gömlu góðu aðferð á þetta, einn leik í einu og þannig reynt að vinna okkur upp töfluna. Svo settum við okkur það markmið að síðasti leikurinn myndi snúast um að ná Evrópusæti og hann gerði það. Að enda þetta svona er rosalega flott fyrir okkur. Þetta er afar mikilvægt fyrir félag eins og KR.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03 Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03
Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki