Viðskipti innlent

Bréfin hríðféllu eftir sölu Olgu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Katrín Olga Jóhannesdóttir seldi 400 þúsund hluti í Icelandair Group á föstudag.
Katrín Olga Jóhannesdóttir seldi 400 þúsund hluti í Icelandair Group á föstudag. vísir/ernir
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkaði um 4,89 prósent í kjölfar þess að Katrín Olga Jóhannesdóttir, athafnakona og stjórnarmaður Icelandair Group, seldi 400 þúsund hluti í félaginu.

Katrín Olga seldi bréf fyrir 9,6 milljónir króna. Hún sagði í samtali við Viðskiptablaðið að salan væri til að fjármagna byggingu sumarhúss.

Föstudagurinn var síðasti dagur þriðja ársfjórðungs. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hafa lækkað um fjörutíu prósent frá því að ná hæstu hæðum í apríl.

Gengi allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði á föstudag, og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 3,05 prósent. Fréttir af hækkandi olíuverði og hærri verðbólga sökum villu Hagstofunnar hafa dregið úr væntingum fjárfesta til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×