Snilld og nístandi óskapnaður Jónas Sen skrifar 1. október 2016 09:30 Útkoman var mögnuð í tónverki Önnu Þorvaldsdóttur. Fréttablaðið/GVA Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Esa-Pekka Salonen, Juliana Hodkinson og Benjamin Staern. Einleikarar: Aart Strootman og Akiko Suwanai. Stjórnandi: Daniel Raiskin. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 29. september Einu sinni las ég grein um forrit sem skrifar sjálft póstmódernískar heimspekigreinar. Greinarnar virðast djúpvitrar, en eru þegar betur er að gáð tómt bull. Stundum mætti halda að það sem er skrifað í tónleikaskrám um verk nútímatónskálda komi úr ámóta forriti. Til að mynda það sem stóð um verk Juliönu Hodkinson sem flutt var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Norrænum músíkdögum. Það var hástemmt og gáfulegt. Um það að tónlist Hodkinson fjallaði um ?samhengi tónlistarinnar,? að þar væru ?hefðbundin takmörk tónlistarinnar könnuð,? að núna væri gerð ?tilraun til að tengja saman atburði líðandi stundar. Það sem heyrðist var þó miður kræsilegt. Rafgítarleikari (Aart Strootman) var í einleikshlutverki, og það sem hann spilaði var óttalegt glamur. Hann gutlaði samhengislaust eins og takkaóður unglingspiltur. Á bak við renndu hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar upp og niður tónstigann, líkt og ótal vælandi sírenur. Það var engin stefna í tónlistinni, engin fegurð, ekki neitt. Útkoman var óskapnaður sem nísti mann inn að beini. Godai: frumefnin fimm eftir Benjamin Staern var varla mikið ánægjulegra. Það var þó mun klassíkara, satt best að segja frekar gamaldags. Sumt minnti á það sem var samið á upphafsárum aldarinnar sem leið. Inn á milli voru samt kaflar sem báru keim af seinni tíma raðtækni. Verkið fjallaði um frumefnin eins og um þau birtast í austurlenskri heimsmynd í fornöld. Það tók um 30 mínútur í flutningi. Sá hálftími var lengi að líða. Vissulega var tónsmíðin snyrtilega skrifuð fyrir hljómsveitina, raddir hennar voru í ágætu jafnvægi og heildarhljómurinn smart. Daniel Raiskin stjórnaði hljómsveitinni og hélt um alla þræði af festu, fyrir bragðið spilaði hjómsveitin af fagmennsku. En það var ekkert í tónmálinu sem maður hafði ekki heyrt áður. Engin fersk hugsun, ekkert nýtt sjónarhorn, enginn skáldskapur. Þetta var reykur án elds, býsna leiðinlegur. Hin verkin voru mun skemmtilegri. Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur var fallegt. Framvindan var mjög hæg, andrúmsloftið var órætt og spúkí. Fínlegt tónamynstur var áberandi og undir því lá myrkur, hnausþykkur hljómamassi. Útkoman var mögnuð. En fiðlukonsert eftir Esa-Pekka Salonen var snilld! Ólíkt Staern hafði Salonen eitthvað að segja. Hver einasti tónn var þrunginn merkingu. Stöðugt voru áhugaverðir hlutir að gerast, hvort sem það var í afar útflúruðum og skemmtilega annarlegum einleikshendingum, eða í litríkum hljómsveitarleiknum. Hljómsveitarröddin var dásamlega spennandi, full af athyglisverðum hljómum og blæbrigðum. Leikur hljómsveitarinnar var jafnframt óskeikull. Einleikarinn, Akiko Suwanai var frábær. Fiðluleikurinn var tær og fókuseraður, ákaflega kraftmikill og ástríðufullur. Allskonar tónahlaup voru meistaralega útfærð, og ljóðrænni kaflar voru unaðslega vel leiknir. Þetta var í einu orði sagt framúrskarandi.Niðurstaða: Mjög ójöfn dagskrá, sumt var nánast fullkomið en annað beinlínis hræðilegt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Esa-Pekka Salonen, Juliana Hodkinson og Benjamin Staern. Einleikarar: Aart Strootman og Akiko Suwanai. Stjórnandi: Daniel Raiskin. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 29. september Einu sinni las ég grein um forrit sem skrifar sjálft póstmódernískar heimspekigreinar. Greinarnar virðast djúpvitrar, en eru þegar betur er að gáð tómt bull. Stundum mætti halda að það sem er skrifað í tónleikaskrám um verk nútímatónskálda komi úr ámóta forriti. Til að mynda það sem stóð um verk Juliönu Hodkinson sem flutt var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Norrænum músíkdögum. Það var hástemmt og gáfulegt. Um það að tónlist Hodkinson fjallaði um ?samhengi tónlistarinnar,? að þar væru ?hefðbundin takmörk tónlistarinnar könnuð,? að núna væri gerð ?tilraun til að tengja saman atburði líðandi stundar. Það sem heyrðist var þó miður kræsilegt. Rafgítarleikari (Aart Strootman) var í einleikshlutverki, og það sem hann spilaði var óttalegt glamur. Hann gutlaði samhengislaust eins og takkaóður unglingspiltur. Á bak við renndu hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar upp og niður tónstigann, líkt og ótal vælandi sírenur. Það var engin stefna í tónlistinni, engin fegurð, ekki neitt. Útkoman var óskapnaður sem nísti mann inn að beini. Godai: frumefnin fimm eftir Benjamin Staern var varla mikið ánægjulegra. Það var þó mun klassíkara, satt best að segja frekar gamaldags. Sumt minnti á það sem var samið á upphafsárum aldarinnar sem leið. Inn á milli voru samt kaflar sem báru keim af seinni tíma raðtækni. Verkið fjallaði um frumefnin eins og um þau birtast í austurlenskri heimsmynd í fornöld. Það tók um 30 mínútur í flutningi. Sá hálftími var lengi að líða. Vissulega var tónsmíðin snyrtilega skrifuð fyrir hljómsveitina, raddir hennar voru í ágætu jafnvægi og heildarhljómurinn smart. Daniel Raiskin stjórnaði hljómsveitinni og hélt um alla þræði af festu, fyrir bragðið spilaði hjómsveitin af fagmennsku. En það var ekkert í tónmálinu sem maður hafði ekki heyrt áður. Engin fersk hugsun, ekkert nýtt sjónarhorn, enginn skáldskapur. Þetta var reykur án elds, býsna leiðinlegur. Hin verkin voru mun skemmtilegri. Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur var fallegt. Framvindan var mjög hæg, andrúmsloftið var órætt og spúkí. Fínlegt tónamynstur var áberandi og undir því lá myrkur, hnausþykkur hljómamassi. Útkoman var mögnuð. En fiðlukonsert eftir Esa-Pekka Salonen var snilld! Ólíkt Staern hafði Salonen eitthvað að segja. Hver einasti tónn var þrunginn merkingu. Stöðugt voru áhugaverðir hlutir að gerast, hvort sem það var í afar útflúruðum og skemmtilega annarlegum einleikshendingum, eða í litríkum hljómsveitarleiknum. Hljómsveitarröddin var dásamlega spennandi, full af athyglisverðum hljómum og blæbrigðum. Leikur hljómsveitarinnar var jafnframt óskeikull. Einleikarinn, Akiko Suwanai var frábær. Fiðluleikurinn var tær og fókuseraður, ákaflega kraftmikill og ástríðufullur. Allskonar tónahlaup voru meistaralega útfærð, og ljóðrænni kaflar voru unaðslega vel leiknir. Þetta var í einu orði sagt framúrskarandi.Niðurstaða: Mjög ójöfn dagskrá, sumt var nánast fullkomið en annað beinlínis hræðilegt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira