Flugvél Fenerbache flaug á fugl á leið til Manchester Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2016 15:00 Rúðan á flugvélinni var í slæmu ástandi eftir fuglinn. mynd/fenerbache Leikmenn tyrkneska fótboltaliðsins Fenerbache lentu í því að einkaflugvélin sem var að fljúga með þá til Manchester frá Istanbúl flaug á fugl og þurfti neyðarlendingu. Fenerbache mætir Manchester United í þriðju umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar annað kvöld klukkan 19.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Allir sluppu ómeiddir en flugvélin beygði af leið og lenti í Búdapest í Ungverjalandi. Önnur flugvél var send frá Istabúl sem sótti Fenerbache-liðið og flutti það til Manchester. Á Twitter-síðu sinni sagði tyrkneska félagið frá því að engin hætta hefði staðið yfir en Manchester United svaraði tísti Tyrkjanna og óskaði þeim góðrar ferðar í seinni tilrauninni. Roman Neustäder, þýsk-rússneski miðjumaðurinn í liði Fenerbache, sá spaugilegu hliðina á þessu öllu saman og skrifaði á Twitter-síðu sína: „Það er enginn fugl að fara að stöðva okkur.“ Fenerbache, sem er í níunda sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar, er í efsta sæti riðilsins í Evrópudeildinni, stigi á undan Manchester United. Robin van Persie, fyrrverandi framherji Manchester United, mætir á sinni gamla heimavöll á morgun og í vörn tyrkneska liðsins er slóvakíski miðvörðurinn Martin Skrtel sem spilaði lengi með Liverpool.No bird gonna stop us. https://t.co/FX6swhRADH— Roman Neustädter (@romainnewton33) October 19, 2016 Evrópudeild UEFA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Leikmenn tyrkneska fótboltaliðsins Fenerbache lentu í því að einkaflugvélin sem var að fljúga með þá til Manchester frá Istanbúl flaug á fugl og þurfti neyðarlendingu. Fenerbache mætir Manchester United í þriðju umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar annað kvöld klukkan 19.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Allir sluppu ómeiddir en flugvélin beygði af leið og lenti í Búdapest í Ungverjalandi. Önnur flugvél var send frá Istabúl sem sótti Fenerbache-liðið og flutti það til Manchester. Á Twitter-síðu sinni sagði tyrkneska félagið frá því að engin hætta hefði staðið yfir en Manchester United svaraði tísti Tyrkjanna og óskaði þeim góðrar ferðar í seinni tilrauninni. Roman Neustäder, þýsk-rússneski miðjumaðurinn í liði Fenerbache, sá spaugilegu hliðina á þessu öllu saman og skrifaði á Twitter-síðu sína: „Það er enginn fugl að fara að stöðva okkur.“ Fenerbache, sem er í níunda sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar, er í efsta sæti riðilsins í Evrópudeildinni, stigi á undan Manchester United. Robin van Persie, fyrrverandi framherji Manchester United, mætir á sinni gamla heimavöll á morgun og í vörn tyrkneska liðsins er slóvakíski miðvörðurinn Martin Skrtel sem spilaði lengi með Liverpool.No bird gonna stop us. https://t.co/FX6swhRADH— Roman Neustädter (@romainnewton33) October 19, 2016
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira