Viðskipti innlent

Icelandair sótti 17 milljarða

Hafliði Helgason skrifar
Fjármunirnir verð nýttir til að greiða inn á kaup félagsins á nýjum flugvélum sem afhentar verða árið 2018.
Fjármunirnir verð nýttir til að greiða inn á kaup félagsins á nýjum flugvélum sem afhentar verða árið 2018. Vísir/Vilhelm
Icelandair Group seldi óverðtryggð skuldabréf fyrir 150 milljónir dollara eða ríflega 17 milljarða króna í alþjóðlegu skuldabréfaútboði. Fjármunirnir verð nýttir til að greiða inn á kaup félagsins á nýjum flugvélum sem afhentar verða árið 2018.

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, segir að kjörin séu ásættanleg, en bréfin bera 3,5% óverðtryggða vexti ofan á libor eða millibankavexti. „Í samanburði við annað sem er á markaðnum eru þetta ágætis kjör.“ Hann bendir á að bréfin séu í dollurum, en meira framboð er af evrum á markaðnum og álag lægra. Icelandair gerir upp í dollurum og dollarinn er ríkjandi mynt í viðskiptum hjá flugfélögum.

Útgáfan er til marks um vaxandi aðgengi Íslendinga að erlendum mörkuðum, en fram til þessa hafa einkum fjármálafyrirtæki sótt sér fé á erlenda markaði með útgáfu skuldabréfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×