Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2016 14:20 Sjálfstæðismenn eru óhressir með orð Benedikts en svo virðist sem þeir hafi verið að gera sér vonir um að Viðreisn myndi bjarga núverandi stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðismenn eru gramir vegna orða Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, þess efnis að stjórnarmynstrið Viðreisn/Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur sé ekki inni í myndinni. Það er ef marka má fremur ólundarleg ummæli þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, á Facebook. Varla er of langt seilst að túlka orð þeirra sem svo að þeir hafi gert sér vonir um að Viðreisn kæmi til bjargar núverandi stjórnarsamstarfi. Nú eru þær vonir að engu orðnar. Vísir greindi frá því í morgun að Benedikt afskrifaði með öllu þann möguleika að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fréttin hefur vakið mikla athygli margir hafa túlkað fáleg viðbrögð forystumanna Viðreisnar við útspili Pírata um helgina um viðræður um einskonar kosningabandalag Pírata, Viðreisnar, VG og Samfylkingar fyrir kosningar sem svo að Viðreisn vilji halda þeim möguleika opnum að koma inn í stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka. Þetta er ekki lengur inni í myndinni. „Slík ríkisstjórn verður ekki,“ sagði Benedikt. Þetta virðist hafa komið Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. „Þá vitum við það! Viðreisn ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frjálslynt borgaralega sinnað fólk veit þá að atkvæði greitt Viðreisn er ávísun á vinstri stjórn,“ segir Brynjar Níelsson á Facebook og tengir við frétt Vísis. Og Jón Gunnarsson gengur skrefinu lengra í að túlka orð Benedikts og þá svo að nú sé ekki um neitt nema afarkosti að ræða fyrir kjósendur: „Það er ágætt að fá það staðfest frá formanni viðreisnar að ESB aðild er flokknum svo mikilvæg að það jafnast á við trúarbrögð. Ekkert samstarf við Sjálfstæðisfokkinn sem er andvígur inngöngu í ESB,“ segir Jón. Benedikt sagði reyndar í útvarpsviðtali í morgun að Viðreisn væri ósammála Sjálfstæðisflokknum í nánast öllum veigamestu málum svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En Jón vill einblína á ESB og spyr hvort „Þorgerður Katrín oddviti Viðreisnar vera sammála?“ Jón telur valið fyrir kjósendur nú hafa skýrst. Sjálfstæðisflokkur eða 4-5 flokka Reykjavíkurmódel með Viðreisn í ríkisstjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru gramir vegna orða Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, þess efnis að stjórnarmynstrið Viðreisn/Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur sé ekki inni í myndinni. Það er ef marka má fremur ólundarleg ummæli þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, á Facebook. Varla er of langt seilst að túlka orð þeirra sem svo að þeir hafi gert sér vonir um að Viðreisn kæmi til bjargar núverandi stjórnarsamstarfi. Nú eru þær vonir að engu orðnar. Vísir greindi frá því í morgun að Benedikt afskrifaði með öllu þann möguleika að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fréttin hefur vakið mikla athygli margir hafa túlkað fáleg viðbrögð forystumanna Viðreisnar við útspili Pírata um helgina um viðræður um einskonar kosningabandalag Pírata, Viðreisnar, VG og Samfylkingar fyrir kosningar sem svo að Viðreisn vilji halda þeim möguleika opnum að koma inn í stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka. Þetta er ekki lengur inni í myndinni. „Slík ríkisstjórn verður ekki,“ sagði Benedikt. Þetta virðist hafa komið Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. „Þá vitum við það! Viðreisn ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frjálslynt borgaralega sinnað fólk veit þá að atkvæði greitt Viðreisn er ávísun á vinstri stjórn,“ segir Brynjar Níelsson á Facebook og tengir við frétt Vísis. Og Jón Gunnarsson gengur skrefinu lengra í að túlka orð Benedikts og þá svo að nú sé ekki um neitt nema afarkosti að ræða fyrir kjósendur: „Það er ágætt að fá það staðfest frá formanni viðreisnar að ESB aðild er flokknum svo mikilvæg að það jafnast á við trúarbrögð. Ekkert samstarf við Sjálfstæðisfokkinn sem er andvígur inngöngu í ESB,“ segir Jón. Benedikt sagði reyndar í útvarpsviðtali í morgun að Viðreisn væri ósammála Sjálfstæðisflokknum í nánast öllum veigamestu málum svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En Jón vill einblína á ESB og spyr hvort „Þorgerður Katrín oddviti Viðreisnar vera sammála?“ Jón telur valið fyrir kjósendur nú hafa skýrst. Sjálfstæðisflokkur eða 4-5 flokka Reykjavíkurmódel með Viðreisn í ríkisstjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25