Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í dag úrskurðaður í eins leiks bann fyrir ummæli sem hann lét hafa eftir sér í viðtali á Vísi í síðustu viku.
Sjá einnig: Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum
Í ofangreindu viðtali gagnrýndi Einar störf dómaranna í leik Stjörnunnar og Aftureldingar um þarsíðustu helgi en eftir þann leik fékk hann að líta rauða spjaldið. Einar var dæmdur í eins leiks bann vegna þess í síðustu viku.
Segir í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í dag að Einar hafi með ummælum sínum vegið að „heiðarleika og hlutleysi dómara þó hann hafi ekki sagt það berum orðum.“
Enn fremur segir að ummæli Einars á vefmiðlunum Vísi og fimmeinn.is teljist til skaða fyrir handknattleik á landinu.
Einar verður því í leikbanni þegar Stjarnan mætir Haukum í TM-Höllinni á fimmtudagskvöld.
Einar í bann vegna ummæla sinna á Vísi

Tengdar fréttir

Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ.

Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi
Þjálfari Stjörnunnar segist ekki vita til þess að dómarar geri nokkurn tíma eitthvað rangt.

Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum
"Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi.